Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1902, Page 29

Eimreiðin - 01.05.1902, Page 29
109 Pegar vorsins verndarandi vakti yfir sæ og landi. og sólin gullnu blossabandi bryddi fögur skýjatjöld, — morgun jafnt sem kyrlátt lcvöld, — leifturbjörtum logabrandi lýsti hún sólarhöllu; fegurst brosa fanst mér hún þá af öllu. Jafnt á gráts og gleöistundum, gremjutíð og vinafundum, hrært hún hefir mjúkum mundum meiðslunum þeim stærstu við. — Veitt mér hugarfró og frið. Vísað leið á lífsins stundum, ljómað fyrir stefni — verndarengill minn í vöku og svefni. Búðu, hlæðu á himni mínum; heiður vegur geislum þínum lagður skal, svo ljóma sínum landa minna dreifi til. — Bústað þinn ég vanda vil. Pví að: hverfir þú mér sýnum, þá eru sundin lokuð, — gleði minni gröfin kalda mokuð. Pví hefir aldrei verið spáð um Pingeyjarsýslu, fremur en Áifta- nes, að sættjörðin frelsaðist« hér. En sumir spádómar rætast aldrei, og margt kemur á daginn, sem aldrei hefir verið spáð. En hvað sem þessu líður, þá er það víst, að á vörum þessara skálda og í hugskoti þeirra býr sá andi, sem frelsar þjóð vora fyr eða síðar — andi ættjarðarástar og menningar. Sandi, 8. desember 1901. Gudmundur Fri'öjónsson.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.