Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1902, Síða 30

Eimreiðin - 01.05.1902, Síða 30
I ÍO Uppdrættir íslands. i. Geological Map of Iceland by Th. Thoroddsen. Surveyed in the years 1881—1898. Edited by the Carlsberg Fund. 1901. Scale 1: 600,000. Hinn sænski jarðfræðingur C. W. Paijkull gjörði 1867 hina fyrstu tilraun til jarðfræðisuppdráttar af íslandi.1 Uppdráttur hans er mjög lítill (mælikvarði 1: 920,000) og, eins og búast mátti við, mjög ófull- kominn, því jarðfræðingar höfðu þá varla kannað tíunda hluta lands- ins og það þó lauslega; er naumast teljandi, að uppdráttur þessi nái yfir önnur svæði en nágrenni Reykjavíkur, Suðurlandsundirlendið og suðurströndina, og er þó einnig í þessum héruðum mjög ófullkominn. í öðrum hlutum landsins eru settir nokkrir líparít-blettir, ýms hraun samkvæmt uppdrætti Islands og nokkur surtarbrands-merki; dólerít- hraunin ísnúnu, sem Paijkull fyrstur bar réttilega skyn á, eru á uppdrætti hans rétt við Reykjavík og Ok, en í raun og veru ná þau yfir afar- rnikil svæði um miðbik landsins. Þegar ég byrjaði rannsóknir á Islandi 1881, var uppdráttur Paij- kulls hinn eini, sem til var, og var það einn aðaltilgangur ferða minna, að safna efni í jarðfræðis-uppdrætti þeirra héraða, er ég kannaði. f’að var einn hinn helzti örðugleiki, er semja skyldi slíka uppdrætti af ís- landi, að hinn landfræðislegi grundvöllur var víðast í óbygðum alveg ófullnægjandi, svo þar þurfti að mæla landið um leið og jarðfræðis- bygging þess var rannsökuð, og var það mikil tímatöf. Ég kannaði á hverju sumri einhvern hluta landsins, unz yfirferð um alt land var lokið 1898. Til þess að árangur ferðanna kæmi sem fyrst að notum, gaf ég út jafnóðum smáa yfirlits-uppdrætti yfir jarðfræði héraða þeirra, sem ég kannaði, og komu uppdrættir þessir út í ýmsum dönskum, sænskum og þýzkum tímaritum á því árabili.2 Á uppdrætti þeim, sem 1 yetenskaps-Akademiens Handlingar, 7. Bandet, nr. 1. Stockholm 1867. 2 Arið 1884 gaf ég út Jarðfræðisuppdrátt af Gullbringu og Kjósarsýslu, Borgar- tjarðarsýslu og nokkuð af Árnessýslu (Geol. Fören. Förhandlingar VII., tab. 5), 1885, 1888, 1891 Ódáðahraun og Suður-Pingeyjarsýslu (Peterm. Mitteil. 1885, tab. 14; Mitt. d. k. k. geogr. Gesellschaft, Wien 1891, tab. 6. og Bihang till Vet.-Akad. Handlingar, Stockholm 1888. Bd. 14, nr. q), 1891 Snæfellsnes-, Mýra og Dalasýslu (Bih. till Vet.-Akad. Handl. 1891. Bd. 17, nr. 2), 1892 hálendið milli Langjökuis og Vatnajökuls sunnan frá Hekluhraunum (Peterm. Mitteil. 1892, tab. 3), 1893 Vestur- Skaftafellssýslu og öræfin þar fyrir ofan (Geografisk Tidskrift XII, tab. 2), 1895 Austur-Skaftafellssýslur og Múlasýslur (Geogr. Tidskr. XIII, tab. 1, og Peterm. Mitteil. 1895, tab 19)1 1896 Vestfirði (Geol. Fören. Förhandl. XVIII, tab. 1) og Norður- fingeyjasýslu (Geogr. Tidskr. XIII, tab. 3), 1897 Eyjafjarðar, Skagafjarðar og nokkuð af Húnavatnssýslu (Geogr. Tidskr. XIV, tab. 1), 1898 Suðurlandsundirlendið (Geogr. Tidskr. XIV, tab. 4), 1899 heiðarnar vestur af Langjökli og vesturhluta Húnavatns- sýslu (Geogr. Tidskr. XV, tab. 1). Ennfremur hefi ég gefið út uppdrátt af hrafn- tinnuhraunum á Landmannaafrétti (Geol. Fören. Förhandl. XIII, bls. 614), af silfur- bergsnámunni hjá Helgastöðum (s. st. XII, bls. 248), af ísrákum á Islandi (Geogr. Tidskr. XI, tab. 2) og af marbökkum og sævarmenjum á íslandi (s. st. XI, tab. 6),

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.