Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1902, Blaðsíða 30

Eimreiðin - 01.05.1902, Blaðsíða 30
I ÍO Uppdrættir íslands. i. Geological Map of Iceland by Th. Thoroddsen. Surveyed in the years 1881—1898. Edited by the Carlsberg Fund. 1901. Scale 1: 600,000. Hinn sænski jarðfræðingur C. W. Paijkull gjörði 1867 hina fyrstu tilraun til jarðfræðisuppdráttar af íslandi.1 Uppdráttur hans er mjög lítill (mælikvarði 1: 920,000) og, eins og búast mátti við, mjög ófull- kominn, því jarðfræðingar höfðu þá varla kannað tíunda hluta lands- ins og það þó lauslega; er naumast teljandi, að uppdráttur þessi nái yfir önnur svæði en nágrenni Reykjavíkur, Suðurlandsundirlendið og suðurströndina, og er þó einnig í þessum héruðum mjög ófullkominn. í öðrum hlutum landsins eru settir nokkrir líparít-blettir, ýms hraun samkvæmt uppdrætti Islands og nokkur surtarbrands-merki; dólerít- hraunin ísnúnu, sem Paijkull fyrstur bar réttilega skyn á, eru á uppdrætti hans rétt við Reykjavík og Ok, en í raun og veru ná þau yfir afar- rnikil svæði um miðbik landsins. Þegar ég byrjaði rannsóknir á Islandi 1881, var uppdráttur Paij- kulls hinn eini, sem til var, og var það einn aðaltilgangur ferða minna, að safna efni í jarðfræðis-uppdrætti þeirra héraða, er ég kannaði. f’að var einn hinn helzti örðugleiki, er semja skyldi slíka uppdrætti af ís- landi, að hinn landfræðislegi grundvöllur var víðast í óbygðum alveg ófullnægjandi, svo þar þurfti að mæla landið um leið og jarðfræðis- bygging þess var rannsökuð, og var það mikil tímatöf. Ég kannaði á hverju sumri einhvern hluta landsins, unz yfirferð um alt land var lokið 1898. Til þess að árangur ferðanna kæmi sem fyrst að notum, gaf ég út jafnóðum smáa yfirlits-uppdrætti yfir jarðfræði héraða þeirra, sem ég kannaði, og komu uppdrættir þessir út í ýmsum dönskum, sænskum og þýzkum tímaritum á því árabili.2 Á uppdrætti þeim, sem 1 yetenskaps-Akademiens Handlingar, 7. Bandet, nr. 1. Stockholm 1867. 2 Arið 1884 gaf ég út Jarðfræðisuppdrátt af Gullbringu og Kjósarsýslu, Borgar- tjarðarsýslu og nokkuð af Árnessýslu (Geol. Fören. Förhandlingar VII., tab. 5), 1885, 1888, 1891 Ódáðahraun og Suður-Pingeyjarsýslu (Peterm. Mitteil. 1885, tab. 14; Mitt. d. k. k. geogr. Gesellschaft, Wien 1891, tab. 6. og Bihang till Vet.-Akad. Handlingar, Stockholm 1888. Bd. 14, nr. q), 1891 Snæfellsnes-, Mýra og Dalasýslu (Bih. till Vet.-Akad. Handl. 1891. Bd. 17, nr. 2), 1892 hálendið milli Langjökuis og Vatnajökuls sunnan frá Hekluhraunum (Peterm. Mitteil. 1892, tab. 3), 1893 Vestur- Skaftafellssýslu og öræfin þar fyrir ofan (Geografisk Tidskrift XII, tab. 2), 1895 Austur-Skaftafellssýslur og Múlasýslur (Geogr. Tidskr. XIII, tab. 1, og Peterm. Mitteil. 1895, tab 19)1 1896 Vestfirði (Geol. Fören. Förhandl. XVIII, tab. 1) og Norður- fingeyjasýslu (Geogr. Tidskr. XIII, tab. 3), 1897 Eyjafjarðar, Skagafjarðar og nokkuð af Húnavatnssýslu (Geogr. Tidskr. XIV, tab. 1), 1898 Suðurlandsundirlendið (Geogr. Tidskr. XIV, tab. 4), 1899 heiðarnar vestur af Langjökli og vesturhluta Húnavatns- sýslu (Geogr. Tidskr. XV, tab. 1). Ennfremur hefi ég gefið út uppdrátt af hrafn- tinnuhraunum á Landmannaafrétti (Geol. Fören. Förhandl. XIII, bls. 614), af silfur- bergsnámunni hjá Helgastöðum (s. st. XII, bls. 248), af ísrákum á Islandi (Geogr. Tidskr. XI, tab. 2) og af marbökkum og sævarmenjum á íslandi (s. st. XI, tab. 6),
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.