Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1902, Qupperneq 35

Eimreiðin - 01.05.1902, Qupperneq 35
TI5 kynna sér hina litlu »Jarðfræði«, er kom út í Reykjavík 1889, eða ágrip mitt af »Lýsingu íslands«, sem prentað var árið 1900. 2. Uppdráttur íslands gjörbur að fyrirsögn Þorvaldar Thörodd- sen. Strendur settar samkvæmt strandmælingum 1800—i8iq, bygðir eftir mœlingum Bjarnar Gunnlaugssonar, en Þorvaldur Thoroddsen hefir leiðrétt og aukið mynd hálendis og öræfa. iqoo. Mœlikvarði 1: 600,000. Undir jarðfræðisuppdráttinn þurfti eðlilega að gjöra landfræðis- grundvöll, og þótti mér því sjálfsagt að nota tækifærið, til þess um leið að gefa út almennan yfirlits-uppdrátt af íslandi, sumpart með því að margt þurfti að leiðrétta á öræfum íslands og sumpart af því, að lítið útlit var til, að nýr uppdráttur annars kæmi á prent fyrst um sinn. í öðrum löndum láta stjórnarvöldin mæla löndin og stjórnarstofnanir gefa út nákvæma uppdrætti í stórum mælikvarða; slíkt er vanalega fyrir kostnaðar sakir ekki einstakra manna meðfæri; bóksalar gefa svo út skólakort og önnur kort eftir hinum stóru og vönduðu kortum, er sljómirnar vanalega láta sérstakar herforingjadeildir fást við að semja og útbúa. Hjá oss er enn eigi vöknuð umhugsun um þörf slíkra þjóðlegra fyrir- tækja, enda er fátæktin mjög til fyrirstöðu; þó kröfur manna á íslandi séu vanalega allmiklar, þá er getan minni, þegar á þarf að reyna. Af þess- um ástæðum réðist ég í að gefa út á eigin kostnað uppdrátt þenna, en það hefði þó verið ókleift, hefði ekki stjórn Carlsberg-sjóðs góðfúslega lánað mér suma af steinum þeim, er nota átti við jarðfræðisupp- dráttinn. Af því uppdrátturinn var ætlaður til grundvallar undir jarðfræðis- liti, urðu nöfn í bygðum að vera miklu færri en á uppdrætti Björns Gunnlaugssonar, auk þess hefði uppdrátturinn, úr því hann var mink- aður, orðið grautarlegri og ljótari, ef nöfnin hefðu orðið mörg. Nú er það undir álitum komið, hverju halda skal og sleppa, og býst ég við, að mörgum þeim, sem lítt þekkja kortagjörð, þyki nöfnin of fá og að marga vanti kotið sitt. Það væri í sjálfu sér mjög æskilegt, að til væri uppdráttur af íslandi með öllum bæjum og mörgum örnefnum öðrum, en þess mun langt að bíða. Slíkan uppdrátt er að svo stöddu ekki hægt að gjöra af tveim ástæðum: i° mundi það verða afarkostnaðar- samt; stunga og prentun á uppdrætti Björns Gunnlaugssonar kostaði yfir 23 þúsundir króna, sem stjórnin borgaði, en eigi Bókmentafélagið, sem margir ætla. Uppdráttur með öllum bæjum yrði að vera í miklu stærri mælikvarða og mundi því kosta margfalt meira. 20 er landið eigi nærri nógu vel mælt til þess, að þetta geti orðið framkvæmt. Á korti Björns Gunnlaugssonar eru flestir bæir settir af handahófi eftir skýrslum hreppstjóra og heldri bænda; Björn mældi aðeins legu hinna helztu kirkjustaða og strandmælendurnir dönsku mældu allmarga bæi nærri sjó; að ákveða stöðu allra bæja í sveitum með mælingu hefði verið gjörsamlega ókleift fyrir einstakan mann. Á íslandi verðum vér enn um stund að láta oss nægja yfirlitsmælingu, sem bygð er á föst- um punktum, er ákveðnir hafa verið með þríhymingamælingu, en milli- rúmin í þríhyrninganetinu með uppdráttum sveita, fjalla og bæja efti hraðmælingu og ágizkun. Ef mæla ætti allar bygðir á íslandi jafn ná kvæmlega eins og nú er mælt í fjallalöndum á meginlandi Evrópu 8*
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.