Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1902, Blaðsíða 45

Eimreiðin - 01.05.1902, Blaðsíða 45
125 gagnvart veraldlegu ríki. Verður hér um það eina sagt, að sjálfir hinir mestu frumherjar fá ekki brotið af sér bönd sinnar aldar eða af sér með öllu hrundið fargi þess lögmáls sögunnar, er sam- tíðin fylgir. En orðið samvizku hafði hann uppkveðið, og samvizku- frelsi. En þessi orð lágu síðan geymd og nálega gleymd svo öldum skifti undir lútherskri rétttrúunar trúarfræöi og stirðu ríkis- kirkna ráðlagi. En orð Lúthers hefur reynst á líkan hátt og hnotkjarninn, sem skelina sprengir að lokum. Herder sagði satt: »Andi siðabótarinnar er óendanlegur og æ lifandi«. Hér er og Ivöfalt hlutfall og áhrifin ekki einhliða. Frjáls rannsókn í trú- arefnum hefur í för með sér ekki einungis nám og iðkan frum- tungna biblíunnar, heldur og sögu og fornfræöi, þjóðfræði, mann- fræði o. s. frv., því að eins og tilveran frá duftinu til fjarlægustu sólna er samanhangandi og lifandi heild, eins myndar öll fræði vor mannanna, sem rekur og rannsakar tilveruna, eitt einasta rílci með ótölulegum löndum, sem þar liggja til. Pað liggur í eðli siðabót- arinnar, að krefjast þess, að allsherjar mentun útbreiðist meðal fylgjenda hennar, enda var þeirri kröfu í upphafi framfylgt sem skýlausu skilyrði, að hin mikla bylting gæti náð og haldið sigri sínum. En hins vegar hefur hin frjálsa rannsókn og hin almenna fræðsla, er hin lúthersku löndin óneitanlega hafa náð um fram páfa- trúarlöndin, haft áhrif á sjálfa trúarfræðina. Hin danska lútherska vor við þessi aldamót er, sé horft á heildina, æði-ólík þeirri lúth- ersku, sem hér í landi var lögleidd 1536 með sömu trúarjátn- ingum (symbólum) og fræðum, sem enn þá gilda. Fjögurra alda framþróun síðan stendur eflaust í stórri skuld við »evangelíið«, en ekki er síður óefanlegt, að skilningur manna á því hefur veruleg- um breytingum tekið fyrir áhrif vaxandi siðmenningar. Eins og eining er aðalhrós hinnar rómversku kirkju, eins má kirkja mótmælenda hrósa sér af margbreytni sinni. Lífið sjálft er margbreytilegt. Rétttrúun og lútherska eru gagnstæðileg huggrip, eins og þegar sést af hinum ýmislegu og ófáu rétttrúunum, sem ekki koma saman sín á milli. Rétttrúan er orð, sem ekld getur átt fleirtölu. Og innan hverrar lúth. landskirkju fyrir sig myndast svo flokkar, sem ekki sitja á sárs höfði sín á milli. Slík kirkja getur með engu móti átt annað nafn en millibilskirkja, sem hlýtur og á að líða undir lok, óðara en sú mótsögn milli tilveru hennar og frum- reglu siðabótarinnar í öndverðu hefur náð vitund og skilning al-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.