Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1902, Qupperneq 46

Eimreiðin - 01.05.1902, Qupperneq 46
126 mennings fyrir lögmál og hreyfingu hlutanna. Pað markmið, sem siðabótin stefnir á, eins áreiðanlega eins og fljótið fellur frá há- lendi til hafs, það er ummyndan rétttrúunarinnar í hvers manns trúar- og siðgæðislega lífsskoðun á eigin ábyrgð. Frjáls félög ein- stakra manna, þeirra sem líkra skoðana þykjast vera, munu án efa taka arf þjóðskirkjusafnaðanna, þegar stundir líða, og afskifti ríkis falla úr sögunni. Pað, sem í rótinni býr, leitar upp stofninn, og enginn, sem hugmynd hefur um, hvað í raun réttri er mót- mælendatrú, getur efast um að lúthersk landskirkjustjórn ber sjált í sér þann vísi, sem verður henni að bana. það er þessi »óttalega afleiðing« sem lá í uppreistinni móti helgivaldi páfans fyrir 400 árum síðan. Hvernig sem rétttrúar- menn mótmælenda reyna til að dylja það, fer alt á eina leið. Menn geta — eins og hér í landi er gjört — leitt fram aðalfrum- regluna: »réttlætinguna af trúnni«, og svo formlegu regluna: »að ritningin gefi reglur fyrir kenningunni«, en samt hljóta menn að játa, að frumatriði siðabótarinnar og meginmergur var krafa sam- vizku hvers eins og viðurkenning þeirrar skyldu, að kjósa sér sjálfur stöðu fyrir trú sína og siðgæði »í frelsi eiginnar ábyrgðar.« Að gjöra Lúther eða nokkurn annan að páfa, að binda samvizkur manna við hans sérstaka skilning eða við hans sérstöku »symból«, það er að skifta einum þrældómi fyrir annan, sem þó er langtum þýðingarminni, Hið mikla fríhyggjutímabil, sem endaði í minni þeirra, sem enn lifa, en nú er aftur hafið á ný, þótt umbreytt sé nokkuð og öðruvísi tímum háttað, það er meira en óyggjandi vitnis- burður mannkynssögunnar, að grundvallarreglu siðabótarinnar verður ekki hnekt, sízt nú, þegar lýðvald og jafnaðarskoðanir er búið að gegnsýra allan þorra alþýðu manna. En þótt endimarkið sé þannig auðsætt, er alls ekki þýðingar- laust, hvernig því er náð. Ofbeldisleg fráhvörf, rykkir og gönu- hlaup í þróun hlutanna hefur ætíð í för með sér, eins og reynslan hefur margsýnt, háskasamlegt afturkast, enda veldur heift og hatri á tvær hendur, þeirra, sem sigra, og þeirra, sem miður hafa, og þau mein eru langan tíma að gróa. Trúarlegar mótsetningar rista djúpt, engar dýpra, því þar er um lífsskoðanir manna, eða innri sannfæringar, að tefla — grundvallalög þau, er menn trúa að ráði í tilverunni og dæmi gott og illt, rétt og rangt. farna er þunga- miðja stríðsins, sem stendur kyr, þegar alt það ryk er rokið burt, sem þröngsýn trúarfræði þyrlar upp annars vegar og blind og
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.