Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1902, Page 63

Eimreiðin - 01.05.1902, Page 63
<43 Pegar hún var orðin hress og komin til sjálfrar sín, svo að hún virtist vera búin að endurvinna æskublóma sinn að nokkru leyti, kom ég eitt sinn að máli við hana og sagði: Nú erum við búin að finna útverðina í landamerkjaliði kon- ungsins. Hvað eigum við nú að fara? Heim, svaraði systir mín. Nú skil ég þig ekki, sagði ég. Við erum heima og hvergi annarstaðar. Já, að vísu mælti hún. En við höfum verið fyrir utan garð. Ég skil ekki, svaraði ég. Ég skal útlista þetta fyrir þér, mælti systir mín; þú hehr lengi vísað mér veginn. Nú er röðin komin að mér. Talaðu! sagði ég. Ég sagði, að við skyldum nú halda heim. Ég á við, að við skulum snúa okkur að heimilinu og fara að starfa, starfa, starfa. Ég skil þig nú, sagði ég. Já, bætti hún við, við höfum verið að leita að réttlætinu, að vegi lífsins. Annaðhvort liggur vegurinn til lífsins gegnum starf og sjálfsafneitun, eða hann verður ekki fundinn. Hvað ætlarðu að starfar spurði ég. Hvað kantu? —- Ég læri þá, svaraði hún. Og hún sýndi það í verkinu, að hún gat starfað og vildi læra að starfa; því að hún sat við tóskap allan veturinn og lestur nyt- samra bóka. Éegar lambfjárannirnar komu um vorið, hjúkraði hún ám og lömbum dag og nótt. Og þegar heyatinirnar hófust, næsta sumar, tók hún orf í hönd, sló eins og kallmaður og rak- aði, þangað til svitinn draup af andlitinu. Páll í Koti lá sjúkur lengi sumars og gat með naumindum heyjað handa kúnni sinni. Systir mín átti nóg hey. Hún gekst fyrir því, að kindurnar væru teknar af honum til fóðurs og tók sjálf lamb. Einu sinni kom ég að henni, þar sem hún stóð yfir lambinu og var að kjassa það og mata. Lambið var svo elskt að henni,

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.