Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1902, Side 65

Eimreiðin - 01.05.1902, Side 65
i45 Hann heyrir ekki hnjúkum þessum til, hann hefir borist einhversstaðar frá; hver getur sagt mér öll hans ættarskil og alt, sem hefir skeð hans dögum á? Og kannske ’ann hafi hrapað niður þarna, en hafi áður skinið eins og stjarna! Eg hegg og gref, þótt gangi nokkuð seint, — ég gleymdi með mér smíðatól að hafa, en vil að nafnið haldist skírt og hreint, því hér skal fyrir margar aldir grafa. Ég held þú ekki hittir fyrst um sinn jafn-háan, fagran bautastein sem minn. Eg mun ei eignast bautastein í bygð — ég berst ei fyrir slíkum minnisvarða sem þeim, er fylla flesta kirkjugarða og eiga að minna á ýmiskonar dygð. Nei — varðinn minn til himins bendir hátt, en horfir nið’r á alt, sem stendur lágt. Eað gerir minst hvar lík mitt liggur grafið, ég læt menn sjálfa öllu ráða um það; en nafn mitt vil ég sé mót himni hafið og höggvið traust á einhvern fastan stað, svo allir megi eftirtekt því veita, sem upp í þessar hæðir vilja leita. II. ÉING. Já, hér ætti svei mér að heyja þing, því hér er svo fagurt, svo víðsýnt um kring, svo hátt yfir gróandi hjöllum. Á tvo vegu hamarinn hnarreistur rís, en hins vegar geiri af bláhvítum ís, svo fagurt, sem unt er á fjöllum. Hér safnast oft haukar og setja hér þing, hér svífa þeir beinfleygu ernir um kring io

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.