Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1902, Page 66

Eimreiðin - 01.05.1902, Page 66
146 og hópa sig hátt upp við tinda; og hér byggja landvættir hörga og gil, svo hér þarf ei útlenda snillinga til, að mála þær upp eða mynda. Við klettana þarna gegnt suðri og sól, ég setja vil forsetans öndvegisstól í hlé undir hamranna fæti; og beint þaðan út frá á hægri hönd, á hrufóttum steini við jökulsins rönd, er réttkjörið ráðgjafasæti. Og síðan ég hugsa mér sameinað þing, er situr hér út frá í víðum hring um fagra fjalllendisreita. »Vér þurfum að hefja vort háttvirta þing og hækka og víkka þess sjóndeildarhring,« þeir segja svo margoft til sveita. Já hér, upp í fjallhvelsins heilnæmu lind, svo hátt fyrir ofan spilling og synd fær ýmislegt örvað til dáða. Hér getur ei böl eða blekking sér leynt, hér blessast og þrífst ekki annað en hreint, — já hér ætti ráðum að ráða. Og fyndist þá einhver, sem frelsisins mál hér flytur með djörfung og einurð í sál og hildausum hreimi og snjöllum, mun bergmálið sanna frá sérhverjum stein, að svoleiðis þjóðhetja talar ei ein — og »heyr!« verða hrópað úr fjöllum. Gubmundur Magnússon.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.