Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1902, Side 77

Eimreiðin - 01.05.1902, Side 77
157 TJALDBÚÐIN VIII. í ritlingi þessum, sem allur er ritaður af séra Hafsteini Péturssyni, er fyrst mjög fróðleg skýrsla um Vesturferðir frá íslandi 1854—1900, samin eftir íslenzkum skýrslum, blöðum og tímaritum, og sýnir hún, að nálega 12,000 íslendingar hafa íiutt bú- ferlum frá íslandi til Vesturheims á þessu tímabili. Auk þess er þar grein um skólamál Vestur-íslendinga 1884—1900 og kirkjusaga þeirra 1854—1894. V G. LÚKASAR GUÐSPJALL í n)''rri þýðingu eftir frumtextanum. Rvík 1901. (Verð: 15 aurar). BiMuþýðingu þessari, sem »Hið íslenzka Biblíufélag« gefur út (Eimr. VII, 125 og 217) miðar áfram eftir öllum vonum. f’ýðingin á Lúkasar guðspjalli er einkar nákvæm og vönduð að öllum frágangi, eins og þýðingarnar á Matteusar og Markúsar guðspjalli einnig vóru. Öll biblíuþýðing er mesta vandaverk. Hún verður að vera ná- kvæm og trú. Efni orðanna má alls eigi hagga. Auk þess verður að vera gott, ljóst og lipurt mál á þýðingunni. Til þess að sýna, hve erfið biblíuþýðing er, vil ég taka eitt orð til dæmis. Orðið í frum- textanum er ljóst og auðskilið. Vandinn er að eins fólginn í því, að finna gott íslenzk nafnorð, sem sé fullkomin og nákvæm þýðing á frum- orðinu. Orðið er á frumálinu: oí ypap.|j.axsii; (hoi grammateis). í ís- lenzku biblíunni 1866 er það þýtt: hinir skriftiærðu. Að efninu til er þýðingin hér um bil rétt. En »hinir skriftlærðu« er ekki gott íslenzkt mál. í nýju þýðingunni er þetta þýtt: fræðimenn. Það er góð íslenzka, en það er eigi alveg nákvæm þýðing á frumorðinu. í orðinu »fræði- menn« liggur eigi, að það séu sérstaklega »ritningarfróðir« menn. í ensku þýðingunni nýju er orðið þýtt: scribes (skrifarar). En á íslenzku verða þessir menn varla kallaðir skrifarar, þótt nafnið sé alltítt í gamla testamentinu. Nákvæmari þýðing (en fræðimenn) væri: »ritfræðingar« eða »ritskýrendur«. Það væri þó eigi fullkomin þýðing, þegar alls er gætt. Þótt ég kunni eigi við þýðinguna »fræðimenn«, þá dettur mér ekki í hug betra orð, sem ég væri alveg ánægður með. Endurskoðunarnefndin, sem sér um þýðinguna, hefur þýðingar- mikið og blessunarríkt 'starf með höndum í þarfir íslenzku kirkjunnar. Allir, sem unna íslenzku kirkjunni, hljóta að vera nefndinni þakklátir og óska henni allra heilla. H. P. íslenzk hringsjá. FORNNORSK OG FORNÍSLENZK BÓKMENTASAGA. II, 5 og III. Khöfn 1901 —1902. Með þessum tveimur heftum er hinni stóru bókmentasögu próf. Finns yónssonar lokið. Er fyrra heftið um íslenzka annálaritun fram að 1300, um forn- aldarsögur, þýddar sögur (bæði veraldlegar og helgisögur), um íslenzk lög, mál- fræðisrit og önnur vísindarit. Síðast í heftinn er skýrt frá norskum ritum: rómant- iskum sögum, þýddum helgisögum, lögunum, Konungsskuggsjá o. fl. — III. bindið

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.