Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1902, Side 78

Eimreiðin - 01.05.1902, Side 78
{sem er að eins i hefti) nær yfir tímabilið 1300—1450, og er fyrsti kafli þess um skáldskapinn, bæði andlegs og veraldlegs efnis, og einkum skýrt greinilega frá rímna- kveðskapnum. Annar kaflinn er um rit í óbundnu máli, og er þar fyrst um bisk- upasögurnar, þá um annálaritun, um skáldsögur um fornmenn (t. d. Harðarsögu, Finn- boga ramma, Kjalanesinga, Víglundar, Krókarefs, Lórðar hreðu, Bárðar Snæfells- áss o. s. frv.), um helgisögur og æfintýri, og að lokum um tilbúnar sögur, sem runnar eru af útlendum rótum (t. d. Tistramssögu, Mágussögu, Bærings, Sigurðar fóts, Sigurðar þögla, Í’jalar-Jóns o. s. frv.). Síðast er sameiginlegt nafnatal fyrir öl) bindin yfir skáld og höfunda og nöfn kvæða, sem menn vita ekki höfunda að. En í rauninni er registur þetta alt of fátæklegt og ónógt. í>að hefði að réttu lagi líka átt að inni- halda nöfn á öllum sögum og öðrum ritum, sem rætt er um í bókinni, svo fljótlegt hefði verið að finna, hvað um þau er sagt. Að vísu leiðbeinir efnisyfirlitið mikið í þessu efni, en hitt hefði þó verið miklu handhægra og mörgum manni kærkomið. ÍSLAND, FORNMENJAR Í>ESS, NÁTTÚRA OG FERÐAMANNALEIÐIR (»Islande, monuments de l’antiquité, nature, itinéraires de touristes«) heitir ritlingur, sem höfuðsmaður Daniel Brmm gaf út og lét útbýta á Parísarsýningunni miklu, en prófessor Th. Kornernp hefir samið. Er þar fyrst stutt yfirlit yfir sögu landsins og nútíðarástand þess, þá er kafli um fornmenjar þess og nútíðarbyggingar, því næst lýsing á náttúru landsins, og að lokum skýrt frá hinum helztu ferðamannaleiðum og öðru, er að ferðalagi lýtur, og er sá kaflinn, er um þetta ræðir, á ensku, en hitt alt á frönsku. í bókinni er fjöldi af myndum frá íslandi og eru þær bæði vel valdar og vel gerðar, enda frágangurinn allur hinn snotrasti. Framan við hókina er upp- dráttur aí íslandi á fjóðveldistímanum, og aftan við hana annar af íslandi frá þess- um aldamótum, og eru á honum sýndar allar eimskipaleiðir, póstleiðir og ferða- mannaleiðir. Alþingi veitti 1000 kr. til útgáfa þessa ritlings, svo hægt væri að út- býta honum ókeypis á sýningunni, enda má gera ráð fyrir, að hann hafi stuðlað töluvert að því að vekja eftirtekt manna á íslandi, eins og til var ætlast. FÆREVJAR, ÍSLAND OG GRÆNLAND á heimssýningunni í París 1900 (vFæroerne, Island og Grönland paa Verdensudstillingen i Paris 1900«) heitir annað rit, sem höfuðsmaður Daniel Bríiuit hefir gefið út á dönsku, og er þar skýrt frá öllum aðdraganda og undirbúningi undir sýninguna, að því er snertir sýningarmuni frá er Islandi, Færeyjum og Grænlandi, og hvernig þeim var fyrir komið á sýningunni. I-’etta rit er og prýtt mörgum ágætum myndum, einkum af munum á Forngripa- safninu íslenzka. A kápunni er mynd aí fornu víkingaskipi, er það siglir að landi á íslandi á landnámsöldinni. Prentun og pappír er í bezta lagi, svo að myndirnar njóta sín vel. V G. NÝTT SÖNGLAG eftir Gunnstein Eyjólfsson hefir »The Canadian Foreign Music Co.« í Montreal gefið út fyrir skemstu. Lag þetta er samið við enskan texta (»His mother’s his sveetheart«), enda hvorki »íslenzkt« né einkennilegt að efni eða formi; en það er einfalt og blátt áfram og í því eru kostir þess fólgnir. Samræmi fylgiraddanna er ekki sem bezt á nokkrum stöðum, og er það því leiðara, sem þær eru að öðru leyti vel gerðar. S. E. JÖKULURÐIR í MÓBERGSMYNDANINNI ÍSLENZKU (»Moræner i den islandske palagonitformation«) heitir ritgerð, sem cand. mag. Helgi Pétursson hefir ritað í »Oversigt over det kgl. danske Videnskabernes Selskabs Forhandlinger« 1901,

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.