Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1902, Qupperneq 78

Eimreiðin - 01.05.1902, Qupperneq 78
{sem er að eins i hefti) nær yfir tímabilið 1300—1450, og er fyrsti kafli þess um skáldskapinn, bæði andlegs og veraldlegs efnis, og einkum skýrt greinilega frá rímna- kveðskapnum. Annar kaflinn er um rit í óbundnu máli, og er þar fyrst um bisk- upasögurnar, þá um annálaritun, um skáldsögur um fornmenn (t. d. Harðarsögu, Finn- boga ramma, Kjalanesinga, Víglundar, Krókarefs, Lórðar hreðu, Bárðar Snæfells- áss o. s. frv.), um helgisögur og æfintýri, og að lokum um tilbúnar sögur, sem runnar eru af útlendum rótum (t. d. Tistramssögu, Mágussögu, Bærings, Sigurðar fóts, Sigurðar þögla, Í’jalar-Jóns o. s. frv.). Síðast er sameiginlegt nafnatal fyrir öl) bindin yfir skáld og höfunda og nöfn kvæða, sem menn vita ekki höfunda að. En í rauninni er registur þetta alt of fátæklegt og ónógt. í>að hefði að réttu lagi líka átt að inni- halda nöfn á öllum sögum og öðrum ritum, sem rætt er um í bókinni, svo fljótlegt hefði verið að finna, hvað um þau er sagt. Að vísu leiðbeinir efnisyfirlitið mikið í þessu efni, en hitt hefði þó verið miklu handhægra og mörgum manni kærkomið. ÍSLAND, FORNMENJAR Í>ESS, NÁTTÚRA OG FERÐAMANNALEIÐIR (»Islande, monuments de l’antiquité, nature, itinéraires de touristes«) heitir ritlingur, sem höfuðsmaður Daniel Brmm gaf út og lét útbýta á Parísarsýningunni miklu, en prófessor Th. Kornernp hefir samið. Er þar fyrst stutt yfirlit yfir sögu landsins og nútíðarástand þess, þá er kafli um fornmenjar þess og nútíðarbyggingar, því næst lýsing á náttúru landsins, og að lokum skýrt frá hinum helztu ferðamannaleiðum og öðru, er að ferðalagi lýtur, og er sá kaflinn, er um þetta ræðir, á ensku, en hitt alt á frönsku. í bókinni er fjöldi af myndum frá íslandi og eru þær bæði vel valdar og vel gerðar, enda frágangurinn allur hinn snotrasti. Framan við hókina er upp- dráttur aí íslandi á fjóðveldistímanum, og aftan við hana annar af íslandi frá þess- um aldamótum, og eru á honum sýndar allar eimskipaleiðir, póstleiðir og ferða- mannaleiðir. Alþingi veitti 1000 kr. til útgáfa þessa ritlings, svo hægt væri að út- býta honum ókeypis á sýningunni, enda má gera ráð fyrir, að hann hafi stuðlað töluvert að því að vekja eftirtekt manna á íslandi, eins og til var ætlast. FÆREVJAR, ÍSLAND OG GRÆNLAND á heimssýningunni í París 1900 (vFæroerne, Island og Grönland paa Verdensudstillingen i Paris 1900«) heitir annað rit, sem höfuðsmaður Daniel Bríiuit hefir gefið út á dönsku, og er þar skýrt frá öllum aðdraganda og undirbúningi undir sýninguna, að því er snertir sýningarmuni frá er Islandi, Færeyjum og Grænlandi, og hvernig þeim var fyrir komið á sýningunni. I-’etta rit er og prýtt mörgum ágætum myndum, einkum af munum á Forngripa- safninu íslenzka. A kápunni er mynd aí fornu víkingaskipi, er það siglir að landi á íslandi á landnámsöldinni. Prentun og pappír er í bezta lagi, svo að myndirnar njóta sín vel. V G. NÝTT SÖNGLAG eftir Gunnstein Eyjólfsson hefir »The Canadian Foreign Music Co.« í Montreal gefið út fyrir skemstu. Lag þetta er samið við enskan texta (»His mother’s his sveetheart«), enda hvorki »íslenzkt« né einkennilegt að efni eða formi; en það er einfalt og blátt áfram og í því eru kostir þess fólgnir. Samræmi fylgiraddanna er ekki sem bezt á nokkrum stöðum, og er það því leiðara, sem þær eru að öðru leyti vel gerðar. S. E. JÖKULURÐIR í MÓBERGSMYNDANINNI ÍSLENZKU (»Moræner i den islandske palagonitformation«) heitir ritgerð, sem cand. mag. Helgi Pétursson hefir ritað í »Oversigt over det kgl. danske Videnskabernes Selskabs Forhandlinger« 1901,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.