Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1916, Page 4

Eimreiðin - 01.09.1916, Page 4
i6o »Hvað mig snertir, hefði ég annars helzt kosið, að í efri stangar- reit blá-hv(ta fánans hefði og — til fegurðar — verið höfð mynd af gjósandi eldfjalli á grænni rót, og tæki síðan við hraunlitur, en þá ís- og snæliturinn, en síðan sí-eldlogandi súlan. — Þetta ætti þá að tákna það, að ísland — sbr. líka græna litinn — væri land vorgróðurs og vona, og þótt landið væri hrjóstrugt og ískalt, þá byggi þó fjörið og eldurinn sí og æ í brjóstum landsins barna, — og ætti þá að bera þann sí-boðskapinn til þjóðanna, að eins og eldurinn æ er hið hreins- andi og eyðandi aflið, svo ætti og ríki tilfinninganna — þ. e. sí-til- finningin þess, að hið illa, ranga á eigi að þolast, — sí og æ, og hvívetna, að sópa burt öllu hinu óhreina, illa og rotna, sem enn er á jörðunni.H) Ef menn ætíð skoðuðu flögg og skjaldmerki á þenna hátt, yrðu þær víst skrítnar skýringarnar sumra, og það mundi eflaust erfitt, að finna nokkra mynd eða lit, sem ekki mætti leggja út á betri veg eða verri, alveg eftir því, hvernig á manni liggur. Nú er það í mæltu máli á Norðurlöndum, að sá, sem heimskur er talinn, er kallaður þorskur — í öðrum málum liggur ekki sú merk- ing í þorski, að minsta kosti ekki alment; þess vegna héldum við, að okkur yrði brugðið um heimsku, ef við heföum þorsk í skjald- merkinu, og var sagt, að »virðingunni fyrir íslenzku þjóðerni væri hræðilega misboðið með »flatta þorskinum«, og að þetta merki væri uppfundið Islendingum til gremju og skapraunar*. Pess vegna vildu menn fá fálkann; hann þótti glæsilegur fugl, og menn bjugg- ust víst við, að hann bæri á breiðum vængjum sóma landsins út um víða veröld, bætti landsmenn og breytti þeim úr friðsömum fiski í reiðan ránfugl. Pví var sjálfsagt lítil athygli veitt, er einn íslenzki blaðstjórinn benti á, að sá væri kallaður fálki, er bæði þætti heimskur og illgjarn. En fæstum datt í hug að skoða mál- ið algerlega frá sögulegu og heraldisku sjónarmiði, og láta allar háfleygar og lágfleygar nútíðarmynda-skýringar hvíla sig. Sem sérstök vísindagrein verður heraldikin eða skjaldmerkja- fræðin ekki rakin lengra en til tólftu aldar. Pað, sem liggur til grundvallar'fyrir henni, er þó að líkindum miklu eldra, og má jafnvei finna meðal fornþjóðanna klassisku; að sumra áliti á jafn- vel hinn svo kallaði »tótemismi« nokkuð skylt við hana; það skal þó hér látið liggja milli hluta. Pað er riddaraöldin, sem var blóma- ‘) Alþingistíðindi 1914, H, d. 46. Ég sleppi auðvitað öllu feita og breytta letrinu í kaflanum, en rní eru þingmenn farnir að skreyta ræður sínar með því upp á blaðamanna vísu.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.