Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1916, Síða 5

Eimreiðin - 01.09.1916, Síða 5
tið skjaldmerkjanna, og því er eðlilegt, að mest þyki til þeirra merkja koma, sem rekja má til þess tíma. Pá hafði skjaldmerk- ið líka verulega þýðingu. Riddararnir voru þá huldir brynjum og hlífum frá hvirfli til ilja, svo að eigi varð andlitið séð; þektust þeir því eingöngu af merki því, er þeir báru á skildinum, stundum líka á herklæðunum og jafnvel reiðtýgjunum. Elztu skjaldmerki eru aðallega frá seinni hluta tólftu aldar. Aldur þeirra má einkum finna af innsiglum. Pjóðhöfðingjar höfðu áður í innsiglum sínum slétta skildi, en á efri hluta tólftu aldar var farið að grafa á þá ýms dýr eða myndir — með öðrum orðum skjaldmerkið. Breidd- ist þessi siður út óvenjulega fljótt. Elztu merkin voru persónuleg, urðu síðan ættarmerki, og loks, þegar um konunga eða þjóðhöfð- ingja var að ræða, ríkismerki, fylkjamerki, eða borgamerki. Pað voru auðvitað í byrjun einungis riddarar og hermenn, sem höfðu skjaldmerki, en þegar fram liðu stundir, varð það alsiða, að aðrir karlar og konur hefðu þau, og svo ýmsar stofnanir, svo sem há- skólar. En af því að skjaldmerkin eiga upptök sín hjá riddurun- um, sem voru af hermannastétt, var það algengast, að rándýr og ránfuglar, svo og gammar, drekar og aðrar forynjur, voru borin sem merki. En þó voru og önnur dýr almenn, ennfremur jurtir og ýmsir aðrir lilutir. Það tíðkaðist mjög, að taka sem merki ýmislegt, er minti á einhverja atburði úr sögu ættarinnar; þannig hafði t. d. hin ríka Visconti-ætt í Mílanó í merki sínu höggorm, sem var að gleypa barn; minti það á atburð úr Jórsalaferð eins af forfeðrum ættarinnar. En einkum tóku menn þó það, sem benti á nafn eigandans eða ættarinnar, og hirtu menn þá lítt, hvort sú skepna eða hlutur var göfugur eða lítilfjörlegur, ef hann einungis tók skýrt fram nafnið. Pannig bar hin fræga Colonna ætt í Róm hvíta súlu (á ítölsku colonna) í rauðum feldi; hin merka Canossa ætt bar í merki sínu hund með bein í kjaftinum (á latínu canis, hundur, og ossa, bein), eða gamla sænsk-danska aðalsættin Trolle, sem hafði ferlegt tröll með höfuðið á kviðnum. Litirnir í merkj- unum voru rautt, blátt og grænt eða málmlitir (gull og silfur, til að tákna gult og hvítt). Væri grunnurinn málmlitaður, höfðu hlut- irnir í merkinu hina litina, en væri grunnurinn rauður, blár, eða grænn, voru hlutirnir málmlitaðir. Með þessu móti fengu menn ýms afbrigði, þó efnin væru ekki margbrotin, eða litirnir margir. En auk skjaldarins sjálfs var líka í merkinu oft hjálmurinn og ým- islegt annað útflúr; stundum voru líka skjaldberar, eins og villi-

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.