Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1916, Side 9

Eimreiðin - 01.09.1916, Side 9
!Ó5 sama merki er fest við Noreg og Danmörku; og verður engin á- lyktun dregin um skjaldmerki íslands af því. En um uppruna merkisins erum við jafnnær eftir þetta. Fundu Hansakaupmenn það fyrst upp og komst það frá þeim í hefð sem skjaldmerki íslands? Eða var það fundið upp á Norðurlöndum, eða jafnvel af íslendingum sjálfum? Pessu er ómögulegt að svara eftir gögnum þeim, sem fyrir hendi eru. fó er eitt, sem kynni að benda til Islendinga sjálfra sem höfunda. I íslenzku skinnbókinni nr. 5 fol. í konunglega bókasafninu í Stokkhólmi er á spázíuna á 15. blaði dregin mynd af flöttum þorski, ókrýndum (6. mynd). Nú er það 5. Merki Noregs og íslands á korti Olaus Magnus frá 1539. alment talið, að bókin sé skrifuð um 1360, og hyggur skjalavörð- ur dr. Jón Þorkelsson, að myndin stafi frá sama tíma og sjálft handritið.1) Ef það er rétt, má þannig rekja þorskmerkið til fjórt- ándu aldar og til íslands. En aldur myndarinnar er ef til vill ekki alveg ótvíræður, enda valt að vita, hvað hún þýðir í þessu sam- bandi. Kristján konungur hinn þriðji sendi 28. jan. 1550 íslendingum innsigli með Laurentius Múla. Pað er nú glatað, en telja má víst, að það hafi haft þorskmerkið, því að aftan á titilblaði Hóla-sálma- bókarinnar 1589 er mynd af merki (insignia) íslands, flattur, krýnd- J) íslenzkt Fornbréfasafn III. bindi, bls. 152.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.