Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1916, Page 13

Eimreiðin - 01.09.1916, Page 13
169 skjöld sinn eða innsigli, er tákni eða bendi á nafn mannsins. Annars er leitt, að ekki hafa verið rannsökuð íslenzk innsigli, sem enn eru til frá miðöldunum. Sú rannsókn gæti verið til fróðleiks að mörgu leyti. Reyndar má nú segja sem svo: Fálkamerkið tilheyrir engri ætt, en það var alment meðal íslenzkra höfðingja fyrrum, að hafa fálka í innsigli sínu, og því er það réttmætt, að hafa hann í merki landsins nú, þegar enginn einstaklingur getur gert kröfu til hans. Og verður ekki í raun og veru neitt haft á móti því, ef merkið er annars vel gert; en heldur er það langt sótt, og hefir ekki heldur jafnaðarlega verið fært fram sem ástæða fyrir fálkamerkinu. Ástæðan fyrir því var aðallega sú, að fálkinn væri svo sérkenni- 9. Innsigli Lofts ríka (1419). 10. Innsigli Ólafs Jónssonar (I4I9). legur fugl fyrir ísland, og að íslenzkir fálkar hefðu verið svo vel þektir erlendis á fyrri öldum; og svo það, að fálkinn táknaði sér- staka eiginleika, sem ég skal ekki reyna að telja upp, því ég hefi vikið að þeim hér á undan. það er víst, að fálkavéiðar voru á íslandi, og íslenzkir fálkar voru fluttir til annarra landa, því að þeir þóttu öðrum fálkum betri til veiða, Fálkans er og getið í gömlum ritum; t. d. gerir Giraldus Cambrensis það á 12. öld. Á gömlum landabréfum eru oft mynduð dýr, sem einkennileg eru fyrir löndin. Eitt af hinum elztu landabréfum, þar sem fálk- inn er sýndur, er kort Ancelino Dulcert’s frá 1339; x) en staða myndarinnar er þar sú, að næst liggur að ætla, að hún eigi við l) A. E. Nordenskiöld: Periplus. Stockholm 1897. VIII.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.