Eimreiðin - 01.09.1916, Blaðsíða 31
87
Kapella 25 km., Rígel 24 km., Arktúrus ekki nema 8 km. og
Pollúx 1 km. á sekúndu. Yfirleitt mun ferð stjarnanna að jafnaði
vera 6—30 km. á sekúndu, en á seinni árum hafa sumar fundist,
sem eru miklu hraðari í ferðum. Menn þykjast hafa séð, að hin-
ar ungu, loftkynjuðu stjörnur eru seinfærastar, en þungar og þétt-
ar stjörnur fara hraðast. Nýlega hefir hraði nokkurra stjarna ver-
ið mældur á stjörnuturni Carnegie-stofnunarinnar á Mount Wilson
í Ameríku, og hafa þar fundist stjörnur, sem hlaupa 141, 179,
233> 316 og ein jafnvel 325 km. á sekúndu; hin síðastnefnda
upphæð er mesti hraði gegnum rúmið, sem mældur hefir verið
hjá föstum iíkömum. Til samanburðar má geta þess, að hraðasta
járnbrautarlest fer 25 m. á sekúndu, ofsaveður 20—35 m., hljóð-
ið 331 m. (í lofti við O0); byrjunarhraði fallbyssu- og byssukúlu
er 600—800 m., ferð jarðar kringum sólu 30 km. á sekúndu.
Allar þessar ferðir eru smámunir einir í samanburði við hraða
hinna fljótustu stjarna í geimnum, enda er flýtir þeirra svo mik-
ill, að aðdráttarafl annarra himintungla getur engin áhrif haft á
æði þeirra. Sú stjarna, sem harðast fer, er vanalega kölluð
Groembridge 1830, eftir stjörnuskrá, þar sem staður hennar fyrst
var ákveðinn;J) stjarna þessi er í Stóra-Bjarnarmerki, sést ekki
með berum augum og er í 7. flokki; hún fer rúmar 7 bogasek-
úndur á ári eða 790 sekúndur á öld; á hálfri þriðju öld mundi
hún komast tunglsbreidd á himninum; sýnir þetta bezt, hve stað-
breytingar stjarna eru litlar fyrir vorum sjónum; Neptúnus, sú
pláneta, sem hægast fer, virðist þó svífa 800 sinnum fljótar um
himininn en þessi stjarna; það er aðeins fjarlægðin, sem þessu
veldur. Nú vita menn ekki með vissu, hve fjarlæg stjarna þessi
er; það hefir ekki orðið mælt; en menn gizka á með mikilli
sannsýni, að hún sé 4 eða 5 sinnum fjarlægari en hin næsta
fastastjarna, sem mæld hefir verið. Hin sanna hreyfing stjörn-
unnar í geimnum hlýtur því að vera geysilega mikil, er húti þó
breytir stöðu sinni um 7 sekúndur, séð frá annarri eins fjarlægð
eins og frá jörðu. Nú hafa menn fundið með ljóssjánni, að hraði
stjörnu þessarar er 325 km. á sekúndu; hún hleypur 70 sinnum
fjarlægð sólar frá jörðu á ári, eða á 5—6 dögum frá jörðu til
sólar; ef jörð vor færi jafnhart, mundi hún ekki þurfa nema
mánuð til umferðar sinnar um sólu. Tó þetta fjarlæga sólkerfi
‘) Stephan Groombtidge, enskur stjörnufræðingur, f. 1755, d. 1837.