Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1916, Síða 47

Eimreiðin - 01.09.1916, Síða 47
203 staddir, fyrir hjálp viö barnsburð og fyrir læknastörf á sunnu- og helgidögum, og á nóttum frá kl. 8 á kvöldin til kl. 8 á morgnana. Milli sjúkrasamlaganna í sveitum og lækna eru venjulegast engir fastir samningar um árslaun. Sjúkrasamlögin verða a5 greiða fé fyrir læknastörfin eftir almennum reglum og ákvæðum læknafélaganna. Ein læknisvitjup upp í sveit t. d. kostar þannig 7 kr., ef hann þarf að ferðast eina mílu vegar til sjúklingsins, og viðræða eða læknisráð (konsultation) 2 eða 3 krónur. En læknar gefa þá sjúkrasamlögum þessum afslátt, er nemur 25 °/o af allri upphæðinni. Sama afslátt gefa þeir á aukareikningum til kaup- staðasamlaganna. Eótt sveitasjúkrasamlögin fái þennan tiltölulega háa afslátt, þá eiga þau oft erfiðara uppdráttar en þau sjúkrasamlög í kaup- stöðunum, er fasta samninga hafa við lækna sína. Útgjöldin verða tiltölulega hærri, einkum þegar kvillasamt er. Pegar félagsmenn sveitasjúkrasamlaganna þurfa á læknishjálp að halda, verða þeir að snúa sér til einhvers stjórnarfulltrúa og fá skírteini, er vottar, að samlagið ábyrgist lækninum borgunina. I sveitasjúkrasamlög- um þeim, sem engan samning hafa við lækna, mega félagsmenn snúa sér til hvers nágrannalæknis, er þeir óska, og mega skifta eins oft um lækna og þeim sýnist. Pegar þröngt er í búi hjá sjúkrasamlögunum, verða félagsmenn, auk hinna föstu mánaðartillaga, að greiða hærra eða lægra aukagjald fyrir hvert skírt^ini. Gjaldið nemur vanalega 25—50 aurum. Lækn- arnir safna öllum þessum seðlum eða skírteinum saman og senda þau aftur til formanna sjúkrasamlaganna ásamt reikningi fyrir hverja 3 mánuði í senn. Pað hjálpar oft mikið sveitasjúkrasamlögunum, að efnaðri húsmenn og bændur krefjast oft og einatt ekki dagstyrks, þegar um stuttan sjúkdóm er að ræða og samlögin eiga þröngt í búi. Dagstyrkurinn er líka vanalegast miklu lægri í sveitunum en í bæjum og þorpum.

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.