Eimreiðin - 01.09.1916, Blaðsíða 50
206
ég á, að aukareikningar lækna fyrir stærri »óperatiónir« o. fl., laun
til formanns, gjaldkera og innheimtumanna og kostnaður við útveg-
un á umbúðum, gervilimum o. s. frv. muni ekki nema hærri upp-
hæð í svona litlu sjúkrasamlagi en 450 kr. á ári. Öll lyf skulu
félagsmenn sjálfir borga; þó mætti taka það fram í lögunum, að
stjórnin hefði leyfi til að veita einstöku fátækum félagsmönnum
styrk til lyfjakaupa, ef þeir væru í nauðum staddir. Hin árlegu
útgjöld þessa hugsaða sjúkrasamlags, er hefði 60 einhleypa félaga
og 40 fjölskyldur, með á að gizka 4 börnum hver, eða samtals
300 manns, yrðu þá:
Til læknishjálpar eftir samningi, 8 X 40 -(- 4 X 60 kr. 560,00
I dagstyrk til félagsmanna á ári..................— 735,00
Til vistar til félagsmanna á spítölum árlega ... — 900,00
Fyrir aukaþóknun til lækna og laun til starfsmanna
sjúkrasamlagsins.......................... . .' — 450,00
Samtals ... kr. 2645,00
Hvernig eiga menn nú að fara að því, að útvega sjúkrasam-
laginu samsvarandi árstekjur?
Eg geri nú fyrst ráð fyrir, að það verði að setja tillögin
nokkru hærri á Islandi en í Danmörku, þannig að hver fjölskyldu-
faðir borgi í tillag 2 kr. á mánuði og hver einhleypingur I kr.
* Ennfremur geri ég ráð fyrir, að ef sjúkrasamlög myndast alment
á Islandi, muni alþingi veita álíka háan styrk til þeirra úr lands-
sjóði, eins og veitt er til danskra sjúkrasamlaga úr ríkissjóði, eða
með öðrum orðum 2 kr. fyrir hvern félagsmann á ári og x/4 hluta
af öllum ársútgjöldum samlaganna.
Tekjur samlagsins yrðu þá þessar:
Tillög frá 40 fjölskyldum, 2 X 12 X 4° • • • kr. 960,00
— — 60 einhleypingum, 1 X 12 X 60 . . — 720,00
Styrkurúrlandssjóði^XMO+V^f^^HS^zSo + óóo — 940,00
Samtals . . kr. 2720,00
Samkvæmt þessum útreikningi yrðu aflögurnar 75 kr., er á-
samt upptökugjaldinu ættu að ganga í viðlagasjóðinn, sem hvert
einasta sjúkrasamlag þarf að eiga, til þess að geta staðist ófyrir-
sjáanleg útgjöld, sem altaf geta skollið á og ætíð má búast við.