Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1916, Síða 52

Eimreiðin - 01.09.1916, Síða 52
208 mörku, einkum þegar þröngt er í búi hjá samlögunum. Hér vi5 bætist enn, að ég tel sjálfsagt, að ég hafi gert kostnaðaráætlunina til spítala og heilsuhælis alt of háa, enda er hún miklu hærri en gjald það, er sjúkrasamlögin í Danmörku greiða til slíks. Aftur á móti getur það vel verið, að stéttarbræðrum mínum finnist, að ég skari slælega eldinn að þeirra köku; en ég vil þá aðeins geta þess, að samkvæmt áætlun minni yrðu laun allra sjúkrasamlaganna til allra lækna landsins hérumbil 93,oœ kr., og með því að gera ráð fyrir, að 45—50 starfandi læknar séu á landinu, mundu þeir fá að meðaltali hérumbil 2000 kr. hver frá sjúkrasamlögunum. Og þar sem flestir læknar á íslandi eru embættislæknar með föstum laun- um, 1500 kr. á ári, og þeir þar auki fá laun fyrir læknisstörf sín frá þeim helmingi þjóðarinnar, sem ekki er gert ráð fyrir að gangi í sjúkrasamlögin, þá sé ég ekki betur, en að hagur lækna á ís- landi yfirleitt mundi batna að miklum mun, ef almenn sjúkrasam- lög kæmust á stofn, með því fyrirkomulagi, sem ég hefi bent á, og þeir ættu því að gerast frumherjar hreyfingarinnar. Mikið er undir því komið, að stjórnin beri málið upp fyrir alþingi, og það fái þar góðar undirtektir. Og þar sem hér er um eitthvert hið mesta velferðarmál þjóðarinnar að ræða, ætti alþingi ekki að dauf- heyrast við fjárframlögum í þessa átt; en stjórnin ætti að leggja fram lagafrumvarp um viðurkend sjúkrasamlög á næsta þingi og fyrirkomulag þeirra. Stjórn og þing verður að gæta þess, að um leið og landssjóður geldur rúmlega 100,000 kr. til s j ú k r a s a m 1 a g a n n a, sparar þjóðin saman ríflega 200,000 kr. á ári, til þess að tryggja heilsu sína og efnahag, þegar sjúkdóm ber að höndum. Sjúkrasamlögin má skoða sem einskonar sparisjóð, og það sparisjóð, sem gefur afarháa vöxtu. Við þekkjum allir, hvílík hörmung það er fyrir efnalítið fólk, þegar alvarlegan og langvinnan sjúkdóm ber að höndum. Hversu margir fátæklingar fara ekki alveg á höfuðið og ná sér aldrei aftur vegna veikinda, fara vanalegast á sveitina og eiga sér þá sjaldnast viðreisnar von. það er ekki aðeins stórt og mikið verk að vinna hér frá hagræð- islegu sjónarmiði þjóðarinnar, heldur einnig frá sjónarmiði mann- úðar og mannkærleika. Pað er sárt til þess að vita, að margir fátæklingar geta ekki einu sinni haft von um að fá hjálp meina sinna, að þeim er ekki mögulegt að leita sér þeirrar hjálpar og aðhlynningar gegn versta óvininum, sjúkdómi og þrautum. En

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.