Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1916, Síða 57

Eimreiðin - 01.09.1916, Síða 57
213 Og Vilhjálmur borgabijótur telur sig keisara sérstakrar guðs- náðar — valinn og vakinn upp til þess að beijast við alla Norðurálf- una og sigrast á hverri þjóð — »með guðs hjálp«. Og hvers vegna mundi hann vera innan rifja á þennan hátt? Af því, að trú hans og föðurlandsást eru á glapstigum hégilju og ofdrambs. Einn sagnaritarinn okkar á ritöldinni mælir á þessa leið um Ólaf digra Noregskonung: »Ok váru þeir allir mest virðir af guði, sem kærastir váru kon- unginum.« Vilhjálmur virðist hugsa á líkan hátt. Hann heldur, nei, hann held- ur ekki, hann trúir því, er sannfærður um, að sinn vilji og guðs vilji fari saman, séu einn og sami vilji. — Og þá sýnist honum, eins og munkinum, sem ritaði Ólafs sögu helga, að þeir menn séu allir mest virðir af guði, sem kærastir eru Þýzkalandskeisara, í’eir menn gera rétt, þegar þeir berjast til fjár og landa. Og guð er með þeim í bardaganum — eins og Gyðingar þótt- ust hafa Jahave á sínum sláturvöllum forðum daga. Guði líkar vel við þjóðina af því, að sá keisari ræður yfir þjóðinni, sem er líkur guði í skapi sínu og lætur þjóðina líkjast sér með ræðugerð og herneskjuupp- eldi. Keisarinn hugsar á þessa leið. Og hann ráðfærir sig við guð í hverju vandamáli, eftir því sem hann segir sjálfur. Og guð berst með honum. Þeim kemur saman um að sauka eldana« sjálfa jólanóttina. Og það er þá guðs vilji, að ættjarðarást í’jóðverja þvoi sér upp úr heitu blóði nágrannanna til beggja handa. I’ e s s i ættjarðarást lætur sér ekki lynda minna en það, að færa út kvíarnar í allar áttir. Hún vill og telur sig hafa köllun til að leggja undir sig jörðina. Og rússneska ættjarðarástin er með sama eðli og sömu ætlunum. Guð Rússaveldis er voldugur, eigi síður en í’jóðverjaguðinn, og hann gerir Rússum miklar kröfur. Og guð Austurríkis vill ekki, að þeir sitji hjá, þegar hinir blása í lúðrana. Og Allha Tyrkja hefir æ og æfinlega skipað þeim að berjast fyrir föðurlandið og trúna. Þarna eru komnir fjórir voldugir guðir, og þrungnir af heilagri reiði, fram á vígvöllinn. í’eir brýna vopnin og hlaða byssurnar fyrir hverja þjóð, sinn fyrir hverja þjóð. Og ættjarðarástin í hveiju ríki þjónar sínum drotni eins og þerna. Og guðinn fer með hana eins og unnustu sína eða bústýru. Orsakir styijaldarinnar eru margar, »ok deilast víðar en glíkindi eru til«, En þarna held ég, að aðal-undirrót herneskjunnar sé og styijaldarinnar. Allur vígbúnaður undangenginna ára virðist vera gerð- ur í því augnamiði, að »beijast fyrir guð og föðurlandið«, ryðja til rúms ættjarðarhagsmunum og trúarsiðum landa og þjóða. Þar hafa Rússar og Þjóðverjar verið forkólfarnir. Þjóðverjar voru bezt búnir, hafa haft mestan hug á að vera vigbúnir. Og þeir segja hinum stríð á hendur, — skora á hólm nágranna- þjóðirnar að fyrra bragði, eru upphafsmenn að vopnaviðskiftunum. Á þeim ætti því ábyrgðin að skella — eldur afleiðinganna að brenna sárast á þeirra baki. Og ennþá berjast þjóðirnar upp á líf og dauða. Og prestarnir biðja guð í öllum kirkjunum að hjálpa sinni þjóð, til þess að slátra óvinaþjóðinni.

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.