Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1929, Page 1
Æfisaga
Sveins læknis Pálssonar
eftir
sjálfan hann
Inngangsorð.
Sveinn læknir Pálsson var einn af hinum merk-
ustu mönnum, er uppi voru á íslandi um aldamótin 1800.
Hann er einn af hinum allra bestu náttúrufræðingum
vorum, og hinn fyrsti íslenski jarðfræðingur, er nokkuð
kvað að. En fáir af hinum helstu vísindamönnum ís-
lands hafa átt við jafnmikla erfiðleika að etja sem hann,
enda var hann uppi á einhverjum hinum mestu vand-
ræða- og hungursárum, sem gengið hafa yfir landið. Árið
eftir að hann varð stúdent, byrjuðu eldgosin miklu i
gígjaröðinni, er gengur gegnum fjallið Laka, á öræfunum
fyrir ofan Síðuna í Vestur-Skaftafellssýslu. Dau ollu
móðuharðindunum, hinum mesta kolfelli og hungurdauða,
sem komið hefur á íslandi. Ofan á petta bættust 1784
hinir miklu landskjálftar á Suðurlandi. En í byrjun 19.
aldar dundu yfir alla Norðurálfuna styrjaldir Napóleons
fyrsta, og hungur og margskonar böl og vandræði, sem
pær höfðu I för með sjer. ísland saup seyðið af styrj-
öldunum sem önnur lönd.
Sveinn Pálsson hóf rannsóknarferðir sínar á íslandi
1791. Náttúrufræðisfjelag í Kaupmannahöfn kostaði pær.
Nokkrir áhugasamir vísindamenn höfðu prem árum áður
Arsrit Fræðaíjelagsins X
1