Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1929, Síða 6
6
Sveinn Páisson
hafi fengið ferðakostnað sinn 1794 endurgoldinn frá
náttúrufræðisfjelaginu. En hjer segir Sveinn Pálsson, að
hann hafi fengið hann.
Yfir æfisögunni er engin fyrirsögn. Jeg hef pví
sett hana. Æfisögunni er ekki heldur skift sundur í kafla,
og höfundurinn mun eigi hafa ætlað sjer að gera pað.
Dað gerði hann eigi í æfisögu Bjarna Pálssonar eða Jóns
Eiríkssonar. En jeg hef skift henni í kafla til pess að
hún yrði aðgengilegri, og einnig sett fyrirsagnir yfir J>á.
Greinaskifti eru og fleiri í útgáfunni en í handritinu, en
engu orði er breytt. Dvi miður er málið eigi gott á
æfisögunni, en svona var pað venjulega um aldamótin
1800.
Stafsetningu Sveins Pálssonar hef jeg breytt nokkuð
eftir pví sem nú tíðkast. Hann notaði pá rjettritun, sem
almenn var á íslenskum bókum í byrjun 19. aldar, áður
en Rask fór að hafa áhrif á íslenska rjettritun. Dö not-
aði hann fornar orðmyndir einstöku sinnum, og jafnan
ritaði hann r í staðinn fyrir ur í endingum orða, líklega
til að spara rúm. Hann skammstafar sum mannanöfn,
sjerstaklega sitt eigið, sem hann ritar jafnan Sv. Hann
notar víða útlend orð, einkum er hann segir frá háskóla-
árum sínum. Til ljettis fyrir almenning hef jeg sett pýð-
ingu peirra í klofa, par sem pau koma fyrst fyrir.
Myndin af Sveini er rauðkrítarteikning eftir sjera
Sæmund Magnússon Hólm, gerð 7. júlí 1798 (sjá Matthías
Dórðarson, íslenskir listamenn, Reykjavík 1920).
B. Th. M.