Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1929, Page 9
Æíisaga
9
var sjerdeilis minnilegur og heilagur framar flestum öðr-
um. Hjá foreldrum dvaldi hann altaf á sumrin, lærði
og vandist við alla landvinnu, ferðalög og annað, en á
veturnar var hann hjá Eggert presti, hans sannur auga-
steinn, fyrst fjóra vetur á Langamýri og síðan í Glaum-
bæ, eftir að sá háaldraði og margfróði prestur par Grím-
úlfur Illugason resigneraði til hins að öllu leyti. Hjá
Eggert presti lærði Sveinn pær pá tíðkanlegu latínsku og
grísku artes [fræði], Primitiva Novi Testamenti og Theses
Völdikianas*) að mestu, alt utanað sem pá var tiðska,
en aldrei skrift svo að presti líkaði, pví par til var hann
ekki upplagður, en prestur sá nettasti skrifari, og eins
faðir Sveins.
Haustið 1777 var hann settur i latínuskólann á
Hólum í Hjaltadal undir kenslu peirra merkustu og hon-
um ógleymanlegu manna, konrektors Halldórs Hjálmars-
sonar og rektors Mag. Hálfdáns Einarssonar, hvar hann
á næsta ári og síðan naut að eins hálfrar ölmusu; tók
hann par strax peim framförum, einkum í latínu, að pótt
hann í fyrstu hefði lært miklu meir en hann skildi, og
væri par að auki bilaður að sjón;1) og pótt hann sinn
*) Bækur þær, sem hjer er átt við, eru, 1. Primitiva Novi
Testamenti Græci. Hafniæ 1733, 61 bls., 8. Það er grtskt orða-
safn með latneskum þýðingum. 2. Marci Wöldike, Compendium
theologiæ theticæ, in usum scholarum. Havniæ 1741. 80 bls.,
8., 2. útgáfa, Havn. 1756, var aukin mjög (af B. Schnabel, rektor
f Hróarskeldu), 336. bls. Af bók þessari komu síðar nokkrar
útgáfur, þvf hún var mikið notuð í Iatínuskólum. Útgef.
J) Fyrsfu vefur, sem Sveinn var hjá Eggerti presti, var hann
allar kvöldvökurnar látinn vera að lesa við misjafnt ljós eld-
gamlar, misjafnt ritaðar og bundnar íslendinga sögur og rimur
að sið Norðlinga, og svo altíð kvöldlesturinn á eftir, en prestur
rjeði söng, þangað til eitt sinn, er Sveinn var að lesa kvöld-
lesturinn, að hönum sýnist hvít þoka, án allrar sárinda tilfinning-
ar, líða ofan frá niður fyrir augu sín, svo hann leggur bókina í
knje presti. Og hefir síðan aldrei jafn sjóngóður orðið.