Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1929, Side 10
10
Sveinn Pálsson
priðja vetur þar væri, vegna óeiningar milli Páls bónda
föður hans og stólshaldara Jóns Árnasonar frá Bólstaða-
hlíð, sviptur af peim síðara skólaveru frá jólum fram úr,
á laun við kennendur hans, var hann allareiðu á næst-
komandi sínu fjórða skólaveru ári fullkomlega búinn
undir dimission [burtfararprófj; en pegar hann merkti
vilja og tilmæli síns elskaða rektors, gekst hann glaður
og íagnandi undir, að vera undir hans elskuðu föður-
hönd ennpá einn vetur1), hvern tíma oft mátti heyra síð-
an, að Sveinn áleit ununarsamastan í öllu sínu lífi.
Loksins eftir 5 skólaár dimitteraðist [útskrifaðist] hann
með besta en skrumminsta vitnisburði síns góða rektors
vorið 1782, á hans aldurs 20ta ári;2) og ætlaði paðan
af að stunda og styrkja og stunda(!) foreldra sína með
alefni hver nú, einkum móðir hans, sem pjáðist af
brjóstveiki, vóru mjög svo farin að lasnast; gaf hann sig
pví næsta vetur til sjóróðra suður i Njarðvík og fekk par
allgóðan vertíðarhlut. Petta fyrirtæki, að venja sig sjó-
verkum, varð honum til hagnaðar lengi frameftir hans
fátæklegu búskaparárum. Á næsta sumri 1783, sem al-
ment var kallað eldsumar,3) ferðaðist pá nýorðinn land-
physicus [landlæknir] Jón Sveinsson lögmanns Sölvason-
ar norður í Skaga- og Eyjafjörð; kom hann í ferð peirri
!) Þetta orsakaðist af því helst, að honum virtust þeir, sem fyrir
neðan Svein vóru f efra bekk, of skamt komnir til að vera
supremi [efstirj veturinn eftir og til að geta heitið notarii [ritarar,
hjer virðingarnafn á þeim, er áttu að útskrifast].
2) Sjá hans dimissions testimonium í viðb. nr. [Viðbót
þessa vantar]. 3) j>ag var petta vor, að sá nafnkendi austur-
sveita eldur braust út norðanvert við Síðuinanna afrjett, hvar um
ritað hafa Sæmundur prestur Hólm, sem þó aldrei kom þangað,
Magnús Stephensen, síðar konferentsráð, og Sveinn sjálfur 10
árum sfðar; komu þeir þangað báðir, en skilur þó á um ýmis-
legt eins og oft kann verða.