Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1929, Blaðsíða 16
16
Sveinn Pálsson
ustu, einkum einum, sem hjet Mynster, og síðar kom í
Winslovs stað við hospítalið. Auk pess heyrði hann af
og til Mantey yfir chymien [efnafræði], Giesemann yfir
forbindingarnar [umbúðir sára], pann gamla Rottböll yfir
anatomien [líffærafræði] og botaniken [grasafræði], Aas-
heim yfir electriciteten [rafmagn] og morbos infantum
[barnasjúkdóma], pann glaðværa Tode yfir formulas
med. [reglur í læknisfræði] og medicina forensis
[rjettarlæknisfræði], Schousboe yfir medicinsk botanik
[grasafræði fyrir lækna], Mangor yfir mineralogie [steina-
fræði] og fl. í frítímum sínum petta og næstfylgjandi ár
tók Sveinn condition [atvinnu] við catalog- [bókaskrár]
niðurröðun á kongsins stóra biblioteki [bókasafni] undir
Dr. Moldenhauer og Eccard með fáeinum fleiri stúdent-
um; launin fyrir pað voru ei peningar, heldur leyfi upp
frá pví pegar vildi að sitja par, og ganga um kring til
að kynna sjer bækur í hverri lærdómsgrein, maður kaus,
á pessu ypparlega konunglega bókahúsi.
Ekki lagði Sveinn lag sitt við marga í höfuðstaðn-
um nje sló sjer neitt út fram yfir pað, sem hans studíum
[nám] útkrafði. Má pví nærri geta, að sá, sem til að
geta betalað kost sinn yfir hafið frá íslandi, hlaut áður
hann fór paðan 30rd. banco, muni par ei gjört hafa stór-
ar fígúrur*), er menn svo kalla, síst framan af, meðan ekki
má praktisera í pví medicinsk-kirúrgiska, sem síðar getur
orðið sumum að góðum styrk. Hann varði og mestöll-
um efnum sínum fyrr og síðar helst til bókakaupa, í von
að hann eða föðurlandið mundi pess einhverntíma not
hafa.*) Fastan kost áskildi hann sjer hvergi, en ljet sjer
oftast nægja máltíð hjá sjálfum sjer um f. m., fyrir 4 og
6 /? [= skildinga] smjör og brauð og á spisqvarteri [mat-
sölustað] stundum kvöldmat fyrir 10 fl auk tevatns heima.
‘) Hjer er tilvisunarmerki 1 handritinu, en athugas. vantar.