Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1929, Page 20
20
Æfisaga Sveins læknis Pálssonar
ens fyrra, par peir oftast innfjellu sama tíma dags
sem próf. Winslövs á kirúrgiska akademie, hverjum
Sveinn fyrir engan mun vildi tapa„ heldur en morgun-
tímunum á Friðriks hospítali, sem hann hvorttveggja
sókti og stundaði sína tíð út í Höfn. Sveinn heyrði og
par að auk petta sitt priðja ár Rottböll yfir anatomien
og philosophie samt terminos botanicos [vísindaleg orð
í grasafræði], Wiborg yfir genera og species plantarum
[ættir og tegundir jurta] etc. Máti Sveins að teikna á
blað með blýantspenna á flestum collegiis [fyrirlestrum],
er hann gekk á, og hreinskrifa á kvöldin heima, ávann
honum bráðlega hylli ins mannkæra og aldrei gleym-
anlega, hálærða próf. Wahls, sem ekki einungis til-
bauð hinum og opnaði privat aðgang til sín, og dagleg-
an umgang nær sem vildi i sínu húsi, heldur yfirlas oft
og tíðum og leiðrjetti hans heima stílfærða collegium,
samt ljeði Sveini sitt manuskript [handrit] hvert sinn
hann hindraðist frá að heyra hans fyrirlestra. Ekkert var
náttúrlegra en að fátækur og umkomulítill stúdent hænd-
ist að pessum góða manni, og hlýddist á hans ráð, að
dýrka með alefli náttúrufræði, einkum botanik, og sem
fyrst taka examen par í til að geta fengið reisustipendi-
um [ferðastyrk]. Qekk pessa ágæta manns gunst [góð-
vild] og tiltrú jafnvel svo vítt, að sumarið 1790 fól hann
konu sína óljetta Sveini til aðgætslu, meðan hann vísinda
vegna ferðaðist yfir til Lunds í Skáney. Dessi aðgætsla
lukkaðist Sveini til ánægju. Konan fagnaði manni sínum
lukkulega leyst, pá hann heim aftur kom, en barnið and-
aðist hjer um viku gamalt. Á pessu sumri fylgdist
Sveinn ásamt fjölda stúdenta próf. Wahl hvern priðjudag
frá kl. 7 f. m. til kvölds til og frá út um alt Sjáland á
bótaniskum excursionum, meðan hann var heima, og par
á eftir á ofanverðu sumri í Wahls fráveru, síðar veranda
prófessor við kirurgiska akademie og Friðrikshospital