Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1929, Qupperneq 27
Æfisaga
27
sjó um vorið. Hann fræddi Svein nákvæmlega um alt
landslag vestur með jöklinum, sem pessi innfærði í sína
ferðabók.
Eftir nokkurra daga veru í Fljótsdalnum hjelt Sveinn
paðan vestur yfir Möðrudalsöræfin, var nær pví búinn að
missa lífið í Jökulsá á Fjalli (sem niðrí bygð kallast
Jökulsá í Axarfirði).
Ferjumaðurinn bjó hjerum pingmannaleið frá ferju-
staðnum að austanverðu; varð að senda pangað eftir
honum, en Sveinn var bráðlátari, tók ásamt öðrum fylgj-
ara sínum bátinn, setti hann beint fram án pess að draga
hann uppeftir, sem pó hlýtur að ske við straumvötn, og
í hann alt sitt tau að mestu, lögðu svo út í ána beint
vestur yfir, var annar að róa, annar að ausa með hatt-
kolli og sveig innaní fyrir austurtrog, bar pá nær pví
ofan í Hávaða og náðu vesturlandi með naumindum með
pví móti, að annar fleygði sjer út og svamlaði að landi,
en i sama svifi kom kona ferjumannsins á hæðina fyrir
austan ána, en maður hennar var í kaupstaðarferðum, sá
hún aðferð Sveins, hugði hann par tapaðan með bát og
öllu saman, og fjell nær pví í öngvit, en sá til lukku,
að hann náði landi.
[Sveinn] hjelt svo að Reykjahlíð við Mývatn, hvar
hann dvaldi nokkra stund við skoðun brennisteins nám-
anna og ýmislegs, er tilheyrði hans ferðalagi, og nam
par mikinn fróðleik um fjöll og firnindi, einkum hið efra.
Daðan lögðu peir skemsta veg vestur yfir öræfin, Skjálf-
andafljót og Ljósavatnsskarð að prestssetrinu Hálsi í
Fnjóskadal, hvar peir teptust í óveðri nokkra daga. Dað-
an yfir Vaðlaheiði tll Möðruvallaklausturs, síðan uppeftir
Hörgárdalnum yfir Hjaltadalsheiði í samferð með sjö
skólapiltum að austan og náðum að Hólum í Hjaltadal
um kvöldið p. 25. september, hvar peir vegna óveðurs
áðu í fimm nætur í besta yfirlæti. Frá Hólum fóru peir