Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1929, Page 36
36
Sveinn Pálsson
var Sveinn að heiman um 8 vikur, og hefði landphysicus
pá klagað hann, ef annar hefði átt í hlut en biskup. Detta
sama haust vóru Hóla og Skálholts skólar saman steyptir
í eitt í Reykjavík, og taldi almenningur pað með ótíðind-
um. Póstskip kom pá áður menn varði í Hafnarfjörð,
hlaðið með matvörur, og litlu síðar annað í Reykjavík
með sama, og par að auk 1000 rd. kollektu til fátækra.
Kalsaði Sveinn pá við stiftamtmann um lítinn styrk par
af fyrir nýliðinn skaða í Þjórsá, en pví var ekki nærri
að koma1). Nóttina milli síðasta október og lta nóv. urðu
ein pau bráðustu veðraskifti. Október endaði með blíða-
logni og poku, en morguninn eftir var kominn mesti
gaddbylur með stormi á norðan, sem með meiri og
minni snjófergju varaði níu daga samfelt. Margir vóru í
ferðum yfir fjallvegi, á rótafjöllum o. s. frv. Deir, sem
ei gátu strax aftur snúið, komu fram eftir bylinn, sumir
kaldir til skemda, hvaraf einn dó síðar í Fljótshlíð, annar
á fjallinu sjötugur að aldri, og fleiri urðu úti hjer og
hvar á förnum vegi, en með veturnóttum spektist svo
veður, að heita mátti vetur endaði en sumar tæki við.
Árið 1803 var Sveinn svo að segja aldrei heima,
auk ýmissra smáferða út og austur, samt suður á lestun-
um, var hann í ágúst skikkaður suður til að gegna land-
physicus embætti par til annar kæmi eftir fráfall Jóns sál.
Sveinssonar. Komst hann fyrst á ferð pangað 19da sept.,
hesta, sem fundust um vorið þá upp leysti í trossu, en klyfjanna
spurðist aldrei til. i) 111 tíÖindi heyrðust það haust af Vestur-
landi: Kvennmaður skyldi hafa launfætt barn og slungið því
undir pott yfir eldi, og útlimir þess fundist síðar í öskunni, samt
að giftur maður hefði lagst með giftri konu, hún sálgað manni
sinum, en hann konu sinni. Sannindin veit ekki sá er ritar.*)
*) Hjer er átt við Guðrúnu lvarsdóttur að Garðabrekku í Staðaisveit (Snæ-
fellsnessyslu), og þau Bjarna Bjarnason og Steinunni Sveinsdóttur að Sjöundá á
Rauðasandi (Barðastrandarsýslu), sjá um þau mál sra. Pjetur Guðmundsson, Annál
nítjándn aldar, bls. 36—44. Útg.