Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1929, Page 64
64
Um stofnun mentaskóla í Skálholti
hinar víðlendu sveitir sunnanlands, sem engan andlegan
höfuðstað eiga.
Quð gefi góðum mönnum styrk til þess að gangast
fyrir pví, að petta megi takast sem fyrst.
B. Th. M.
Sundlaug í Reykjavík.
í riti nokkru, sem út kom í Kaupmannahöfn 1891,
var bent á að baðhús og sundlaug pyrfti að gera í
Reykjavík. Ráðlegt pótti, að sundlaugin væri gerð við
sjóinn, niður undan Laugunum, svo að hægt yrði að hleypa
sjóvatni daglega í hana og úr, og að leiða heitt vatn í
hana úr Laugunum. Dá mætti jafnan láta vatnið vera
mátulega heitt í sundlauginni, um 15 gr. R. í slíkri
sundlaug væri gott að synda alt árið, ef hús til að klæða
sig í væri bygt par á bakkanum. E>að ætti að hita með
vatni úr Laugunum.
Baðhús var reist í Reykjavík fyrir hjer um bil 20
árum, en nú á að fara að byggja par sundlaug, dýra
og vandaða. En verður pess gætt, að sjóvatn verði í
henni? Pað er miklu betra og hollara að synda í pví
en fersku vatni. Svalt sjóvatn herðir og ver menn algjör-
lega kvefi og inflúensu, ef synt er daglega. Heitt
laugavatn (um 20—25 gr. R) gerir menn kulvísa og
kvefgjarna.
Gamall sundmaður.