Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1929, Page 78
78
Björnstjerne Björnson og Jón Sigurðsson
Jeg er yður mjög pakklátur fyrir hinn brennandi
áhuga, sem pjer hafið sýnt á þjóðmálefni voru, og jeg
held að allir landar mínir sjeu það líka. Djer getið ekki
fengið neinn dómara færari í því tilliti en danska „Dag-
blaðið“, sem telur yður á meðal íslenskra mótstöðumanna
stjórnarinnar. Dá er pjer fáið fleiri skírteini, vona jeg
vissulega, að pjer smátt og smátt munið kunna f>ar við
yður sem heima, og jeg vil óska að hinn íslenski and-
vígisflokkur mætti nokkrum sinnum enn vænta frá yður
golu í seglin, svo að það gæti farið fyrir oss eins og
hinum fornu forfeðrum vorum, Hrafnistumönnum, að vjer
fengjum smátt og smátt byr, pótt vjer drægjum upp
seglin í logni.
Að pví er snertir tilmæli yðar um að útvega yður
tímarit, skjöl og fl. til fróðleiks um hið íslenska málefni,
pá skal jeg í pví tilliti vissulega gjöra pað sem jeg get,
en jeg get ekki lofað að gjöra pað alt í einu, pví efnið
er alls ekki svo lítið. Jeg sendi yður til að byrja með
uppskrift af greinum í einu íslensku tímariti frá 1848 og
1849, „Norðurfara", útgefnu af Gísla Brynjólfssyni og
Jóni Thoroddsen. Djer munuð finna par alveg afdráttar-
laus ummæli, og fleiri en pessi, pegar pjer leitið nánara.
Háskólabókasafnið í Kristjaníu á líklega tímarit petta?
Jeg get ekki útvegað pað, af pví jeg á að eins eitt ein-
tak. Af kvæðum mætti tína saman mikið úrval frá pví
á dögum Jóns biskups Arasonar og fram á vora daga,
sem bera vitni um hatur móti ófrelsinu og hinni smá-
munalegu kúgun af Dana hálfu, en satt að segja býður
mjer við að safna pesskonar, og jeg vil helst ráða yður
til að leggja ekki mikla áherslu á petta atriði, a. m. k.
ekki nema pjer hafið verið eggjaður ákaflega. Auk pess
mundi pað gjöra nokkrum núlifandi yngri mönnum
hneisu, ef slíkt kæmi í ljós afdráttarlaust (t. d. Gísla
Brynj.), og pað er mjer ógeðfelt. Um hina, sem dánir