Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1929, Side 86
86
Björnstjerne Björnson og Jón Sigurðsson
málið að norsk-íslensku máli; nú er pað að eins dansk-
íslenskt.
í náinni framtíð kemur síminn frá Ameríku yfir ís-
land, Noreg, Rússland, pá verður lítill vandi að koma
honum í fiskiverin á íslandi. Eimskipagöngur koma
varla af sjálfu sjer öðruvísi en fáeinar tilraunir. Hjer
verður ríkið vissulega að byrja, og pað er víst, að norska
ríkið byrjar ekki á slíku nú sem stendur, fyr en norskt
fjármagn á íslandl neyðir pað til pess. Eftir atkvæða-
greiðslu er pað annað mál. Dá geta gerst furðuverk.
Jeg er óbilanlegur i trú minni á atkvæðagreiðslu,
jeg rita pegar til ýmsra um pað og pað manna, sem
hafa mikil áhrif.
Blað mitt er hins vegar alveg reiðubúið til að greiða
fyrir málefni yðar, jafnvel pótt að pví ræki að einstök
tölublöð flyttu ekkert annað en greinar um ísland, eða
að pví að Danir formæltu pví.
Jeg er yðar pakklátur og eínlægur
Björnst. Björnson.
Til Jóns Sigurðssonar!
Brjef pessi sýna hvílíkur munur var á skoðunum
Norðmannsins og íslendingsins. —
Áður en Björnson gat fengið svar uppá fyrsta brjef
sitt til Jóns Sigurðssonar, byrjaði pegar 26. mars í næsta
blaði af „Norsk Folkeblad11 að koma út löng ritgjörð, er
heitir „ísland og Noregur". í henni átti að skýra
alt petta mál frá upphafi og sanna pað, sem Björnson
hafði lofað.
Ritgjörð pessi er pó ekki eftir Björnson sjálfan,
heldur einhvern samverkamann hans. Prófessor Koht,
sem er allra manna kunnugastur æfi og ritstörfum Björn-