Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1929, Side 104
104
Þarfur maður í sveit
af innri hvöt og löngun skólanám á fullorðinsaldri. Hann
var hálfþrítugur, er hann rjeð af að ganga skólaveginn,
32 ára pegar hann varð stúdent, 35 ára pegar hann tók
embættispróf við prestaskólann í Reykjavík, og 36 ára
pegar hann byrjaði prestskap; pó hefur hann orðið einn
af peim prestum landsins, sem almenningur á hvað mest
að pakka. Ástæðan til pess er eflaust sú, að hann hefur
frá pvt á unglingsaldri haft löngun til að vinna gagn og
verða pjóð vorri að liði.
Fyrir innan tvítugt fór Sigtryggur að hugsa um hagi
manna og lífsstefnu í sinni sveit. Margt virtist honum
par öfugt: frjáls fjelagsskapur enginn, bækur fáar til
fræðslu, en hins vegar ofmikil freistingaefni til nautna.
Honum fanst stundum menn slá sig kinnhest með hægri
hendi, gráta af sársaukanum og perra tárin með vinstri
hendi.
Hann sá, að samtök voru nauðsynleg til að firra
menn óheillum, skrifaði um pað og sendi um sveitina.
Líka sendi hann frumvarp til laga um nýjan fjelagsskap,
og reyndi að fá menn, einkum jafnaldra sína, í lið með
sjer. Fjelagið átti að vinna aðallega að prennu: Bind-
indi áfengis og tóbaks, kaupi og söfnun góðra bóka, og
að halda úti sveitarblaði.
Fjelagið var stofnsett á uppstigningardag 1881 og
nefnt Æskumentunarfjelag. Fjelagsmenn urðu milli
10 og 20, allir unglingar nema faðir Sigtryggs.
En nú pótti sumum hinum eldri forvígismönnum
sveitarmálanna unglingarnir gerast uppvöðslusamir, og
reis pá upp nokkur mótblástur gegn fjelaginu, einkum
bindindinu. Til að hnekkja pví var stofnað annað sveitar-
blað. Oó hjelst fjelagið við fram að 1890, hjelt úti
sveitarblaði og var riðið við framfarafyrirtæki í sveit sinni.
Sigtryggur hafði í fyrstu hugsað sjer að fjelagið breiddist
út um nágrannasveitirnar og deild yrði í hverri sveit, en