Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1929, Page 114
114
Þarfur maður í sveit
sýslum pessum. í Dýrafirðinum er ágæt höfn, skamt frá
Núpi, svo að hægt er pangað með flutninga.
Um lýðskóla skiftir mestu að hann sje í sveit,
fjarri stórum kaupstöðum, að nemendurnir geti unnið par
f næði, og að annaðhvort sje jarðhiti eða vatnsafl á
skólajörðinni.
Að Núpi er á, sem hægt er að banda.
Sú vinna, sem hefur verið lögð í Skrúð og skóla-
húsið mundi kosta marga tugi púsunda, ef peir menn
ættu að leysa hana af hendi, sem heimta hæstu borgun
fyrir hvert dagsverk.
Sumarið 1918 kvongaðist sjera Sigtryggur Hjalt-
línu Guðjónsdóttur frá Brekku á lngjaldssandi. Hún
hafði gengið í ungmennaskóla hans veturna 1908—10,
og lært bæði hannyrðir og garðyrkju. Hún hefur verið
önnur hönd mannsins síns bæði í skólanum og í Skrúð.
Þau eiga einn son 7 eða 8 ára. —
Nú er sjera Sigtryggur orðinn 67 ára og sjón og
heyrn farin að bila, svo hann á erfitt með að kenna.
En prátt fyrir pað getur hann enn með stjórn sinni og
fordæmi haft hin dýrmætustu áhrif á nemendur sína.
Hann hefur sannarlega náð að snerta hina góðu strengi
í hjörtum peirra.
Sjera Sigtryggur hefur sáð svo mörgum góðum fræ-
kornum á Vestfjörðum, að pau munu bera ávöxt. Hann
hefur verið parfur maður 1 sveit par vestra.
Að Núpi er nú hin fegursta uppsprettulind í öllum
Vestfjörðum. B. Th. M.