Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1929, Side 115
115
Bækur.
Æfi og saga hinnar norsku pjóðar. Det norske
folks 1 iv og historie gjennem tidene, 8. bindi,
Oslo 1929, H. Aschehoug & Co. (W. Nygaard). 6 + 453
bls. + 8 litmyndablöðum. Eins og titill sögu pessarar
bendir á, verður í henni skýrt miklu meira frá hag norsku
þjóðarinnar, daglegu lífi og störfum og siðvenjum, en
áður hefur verið gert í sögum Norðmanna. Saga pessi
á bæði að vera menningarsaga og stjórnmálasaga.
Áttunda bindið er komið út, og er pað eftir dr.
Wilhelm Keilhau. Dað er um tímann frá 1814 til
1840. Fyrsti fjórði hluti pess er um þjóðina og atvinnu-
vegi hennar í byrjun 19. aldar, og um híbýli og lifnaðar-
hætti um 1814. Detta eru langlengstu pættirnir. Mjer
fanst hrein og bein unun að lesa pá; og jeg er sann-
færður um, að mörgum íslendingum mun finnast pað
líka. Dað er ekki til neinstaðar jafn aðgengileg lýsing á
hag bændalýðsins norska á pessum tímum eins og í bók
pessari. Bændur f Noregi hafa ekki átt við betri kost
að búa en bændur á íslandi. Híbýlin slæm og óþrifnað-
urinn framúrskarandi, engar framfarir í búnaði meðal al-
mennings, en töluverður meðal presta og heldri manna,
en bændur lærðu smátt og smátt af prestunum. Norsku
bændurnir voru eins og frændur peirra á íslandi fast-
heldnir, en peir áttu engar sögur að lesa, og munu hafa
verið töluvert drykkfeldari heldur en íslendingar, pví að
97 brennivínsbrensluhús voru á peim tímum í Noregi.
Öll frásaga dr. Keilhaus er glögg og skýr, og laus
við óparfa mælgi. Hann á að rita prjú síðustu bindin af
sögu þessari; á annað þeirra að vera um árin 1840—
1890 og hið priðja um 1890—1920.
Öll verður sagan tíu bindi. Prófessor dr. Haakon
Shetelig ritar fyrsta bindið um forsögu Noregs og um
elstu söguna eftir að frásagnir hefjast, fram til ársins
1000. Þá tekur við prófessor í sagnfræði við Oslóar
háskóla dr. Edv. Bull, sem hefur ritað margt um sögu
Noregs, sjerstaklega um miðaldirnar. Hann á að rita
prjú næstu bindin, hið fyrsta um tímabilið frá 1000 til
8*