Aldamót - 01.01.1894, Side 1
Auk þú oss trúna.
Rœða
eftir Jón Bjarnason,
flatt á undan Arsþingi hins ev.lút. kirkjufélags íslendinga
í Yestrheimi í Víkrkirkju á Mountain í N.Dak.
26. Júní 1894.
Og postularnir sögðu við drottin: »Auk þú oss
trúna«. En drottinn sagði: »Ef þér hefðuð trú eins
og mustarðskorn, mynduð þér geta sagt við þetta mór•
berjatré: ,Ríf þú þig upp með rótum, og festu rœtr i
hafinuþá myndi það hlýða yðr«. Lúk. 17, 5—6.
Þegar lærisveinar Jesú, eins og frá er sagt hér
i texta vorum, biðja með þessari bœn: »Auk þú oss
trúna«, þá er auðvitað, að þeir hafa verið að hugsa
um trúarskort sinn eða trúarveikleik. Þeir hafa, á
þeirri stund að minnsta kosti, fundið sáran til út af
þvi, hve lítil og veik trúin þeirra var. Það hefir
skýrt vakað fyrir þeim, hve ónóg hún væri þeim,
eins og þá var, til þess þeir fengi staðizt í sinni
lífsbaráttu, leyst af hendi það ætlunarverk, er fyrir
þeim lá, fullnœgt þeirri háu og himnesku köllun,
sem til þeirra var þegar útgengin frá Jesú.
Aldamót IV.
1