Aldamót - 01.01.1899, Side 13
Að lifa.
Eftir N. Stcingrím þorláksson.
Ef vér lærðum aö hugsa um þaö — læröum að
skilja það og meta — eignuðumst hugsanina lifandi
hjá oss —elskuðum hana—, já, lœrtSmn aff lifa, þá
værum vér í sannleika ,,lærðir“.
Talað er um ,,lærða menn“. Vér vitum allir,
hvað meint er með því alment. En ef ,,lærðu menn-
irnir“ hafa lært margt og mikið af því, sem gott og
gagnlegt er að læra, en hafa þó ekki lært það, sem
bezt og gagnlegast er, eiginlega aðal-atriðið, mergur-
inn málsins, það, sem eitt cr nauðsynlegt fyrir mann-
inn, — aff lifa —, að hverju gagni verður þeim þá lær-
dómurinn þeirra? Eru þeir lœrffir, mennirnir, sem
ekki hafa lœrt aff lifa?
Vér finnum allir til þess, að þegar öllu er á botn-
inn hvolft, þá verður þó þetta aðal-atriðið. Enda
liggur oss öllum næst að segja sem svo : ,,Eg verð þó
að hugsa um aff lifa!“ þetta er vor aðal-hugsan,
finst oss. Aðrar hugsanir eiga að þoka fyrir henni.
Hún á að skipa öndvegissætið hjá manninum í hugs-
anaheimi hans, og henni eiga aðrar hugsanir að lúta.
þeirra þýðing og gildi er því tneira, því nær sein þær