Aldamót - 01.01.1899, Síða 69
69
trúaðir njóta, séu þeir gerðir óskeikulir; jafn-mikil
yfirsjón er að ætla, að þeir, sem urðu fyrir hinum yfir-
náttúrlegu áhrifum, þeir menn, sem beinlínis fram-
kvæmdu skipanir andans, séu í því skeikulir. I þeim
tilgangi voru þeir menn valdir, að þeir væru verkfæri
í hendi heilags anda til að framkvæma hin yfirnáttúr-
legu undur. þar sem svo stóð á fengu hinir kjörnu
spámenn og postular sérstakt umboð, og framkvæmdu
sérstakt guðs verk og töluðu J?að, sem guð vildi láta
tala. Ef maður á annað borð getur á nokkurn hátt
viðurkent kraftaverk guðs yfirleitt, þá ætti manni ekki
að veitast svo örðugt að skilja þetta.
6. Kenningin um fullkominn innblástur (plenary
inspiration).—þetta er hin síðasta skoðun áinnblæstri,
sem vér nefnum. Og það er sú skoðun, sem vér hik-
laust teljum hina einu réttu. það er sú kenning,
aS öll biblían sé guSs orS og að í hverjum parti henn-
ar sé bæði óyggjandi sannleikur og guðlegt vald. En
þetta hvorttveggja er nauðsynlegt, svo biblían geti
verið viðurkend. Biblían hlýtur að vera sönn og hún
hlýtur að hafa vald. Einn hlutur getur verið sannur,
algerlega sannur, en samt ekki verið kominn beint frá
guði og staðfestur af houum. Sameining algers sann-
leika og guðlegrar staðfestingar gerir biblíuna það,
sem hún er, og útbýr hana með því gildi, sem krafist
getur, að vér trúum henni og hlýðum. Og þetta er
vor kenning, að guð hafi með sínum heilaga anda út-
búið höfunda biblíunnar, að alt, sem þeir hafa ritað,
sé algcrlega satt og sé samþykt af guði, svo alt, sem
stendur í biblíunni, sé þar að hans vilja, eins og hann
sjálfur vildi segja það og sé því hans orð, talað upp á
hans ábyrgð. Vér neitum því, að missagnir eða villur