Aldamót - 01.01.1899, Blaðsíða 63
63
öldunum og um tíma rétt eftir siöbótina sýnist minna
hafa boriö á henni, en hún varð aftur algeng nokkuru
eftir siöbótina. Guöfræðingunum var svo ant um aö
sanna guðlegan uppruna biblíunnar, að þeir gleymdu
hinu mannlega, eins og sumir lærisveinar Kalvíns þá
og síðar hafa lagt svo mikla áherzlu á vald guðs og
afskifti hans, að þeir hafa gengið fram hjá mannlegu
frjálsræöi og ábyrgð. A síðari tímum hefir þessi
kenning meir og meir fallið úr gildi, og í lútersku
kirkjunni mun hún ekki vera viðurkend nema af einni
deild hennar hér í Vesturheimi, Missouri-sýnódunni.
2. Kenningin, sem heldnr því frarn, aS ritningin
se' aif eins að nokkru leyti innblásin (partial inspira-
tion). — þessi kenning er mjög ólík hinni og gengur út
í hinar gagnstæðu öfgar. þeir, sem henni halda fram,
skoða að eins suma parta biblíunnar eða sumar teg-
undir biblíukenninganna sem orð innblásið af guði.
Ymiskonar skifting efnisins er því viðhöfð og innblást-
urinn tileinkaður t. d. hinum trúfrœSislegu atriðum,
en ekki hinum sögulegu frásögnum og því, sem snertir
hugarhræringar höfundanna sjálfra. Sumir tileinka
innblásturinn einungis því, sem snertir hið yfirnáttúr-
lega. og óskynjanlega, sem því hafi þurft að tilkynna
höfundunum af guðlegum anda ; en í öðrum atriðum
er ætlað, að höfundarnir hafi þurft að spila upp á sín-
ar eigin spýtur, og þar sé því öll hin venjulega mann-
lega ónákvæmni og ófullkomleiki, sem einkennir
orð og hugsanir annarra manna. Enn er sú skifting
við höfð, að hugmyndirnar sjálfar í heild sinni eru
taldar innblásnar, en ekki málið, samlíkingarnar, til-
færingarnar og umbúðir þeirra. þannig er stundum
sagt, að guðlegur innblástur heimfærist upp á sann-