Aldamót - 01.01.1899, Blaðsíða 147
i47
getur ekki þýtt oröi til orðs, svo aS hann ekki víki
hugsun höfundarins ofur lítiS viS eftir sínu höfSi smánr
saman. Afturnær hann sér sums staSar svo vel niðri,
aS það er hreinasta list, og fer þá enginn fratn úr
honum, og sjaldan eSa aldrei veit maður neitt veru-
lega af því, að þetta er þýðing. I heild sinni gefur
þessi þýðing góða hugmynd um frumritið, og almennir
lesendur munu fá alla þá nautn upp úr lestri þýðingar-
innar, sem lesturinn á frummálinu veitir þeim. Og
víst er um það, að lakari bækur hehr Bókmentafélagið
gefið út en þessa þýðingu á stór-merkilegu skáldriti.
þtegar það neitaði að gefa út þessa þýðing síra Matthí-
asar fyrir nokkurum árum, hefir þaS sjálfsagt veriö
einhver fornfræðingurinn, sein endilega hefir viljað
komast að með einhvern myglaðan fróðleik, er hann
hefir grafið upp úr gömlum skræðum og ekki séð sér
fært að koma út á annan hátt en þann að bola þess-
ari þýðing burtu. það hefir þó sannarlega ólíkt meir
mentandi áhrif að lesa Brand en það, sem Bókmenta-
félagið hefir látið sér sæma að hafa á boðstólum síðari
árin. En svona er heimska mannanna mikil. Lak-
ast er það, að bókin er óhæfilega dýr. Hún kostar ó-
innbundin i dollar hér, en 2 kr. 50 au. á Islandi.
Verður hún fyrir þaS keypt af færri en skyldi. Eg vil
nú samt ráða öilum, sem bókum unna og langar til
að lesa það, sem fagurt er, að kaupa þessa bók og lesa
hana vandlega; eg er sannfærður um, að íslenzkir les-
endur hafa ekki um langan tíma haft annað betra til
að gæða sér á.
þ>au eru sannarlega farin að teygja
Jóhatm Magnús höfuðin fram úr þokunni, vestur-
Bjarnason. íslenzku skáldin, sem nú eru
hvert á fætur öðru að gefa út
ljóðabækur sínar. þ)að ætti vissulega að vera ánægja
að benda á og virða fyrir sér þær litlu bókmentir, sem