Aldamót - 01.01.1899, Qupperneq 128
128
talað um guðs son. En í hinum öðrum svo nefndu
Messíasar-sálmum (45., 72., 110.) er hugsuninni ekk-
ert vikið að mannkynsfrelsaranum, og er það stór
furða, svo nærri sem það liggur, ekki sízt hundraðasta
og tíunda sálminum, sem frelsarinn heimfærir bein-
línis upp á sjálfan sig. Af öllum Davíðs sálmum er
hundraðasti og sautjándi sálmurinn stytstur. Út af
honum hefir síra Valdimar orkt þrjú vers og látið
þrenningarlærdóminn koma þar fram, sem frumsálm-
urinn gefur ekkert tilefni til. En engum mun til hug-
ar koma að finna að því við hann, þótt hann hafi á
þennan hátt fært hugsanir frumsálmsins út. Ekki
svo' að skilja, að það sé ekki fullkomlega leyfilegt að
yrkja bæði einn og fleiri sálma án þess að nefna Jesú
nafn. En að yrkja heilt safn af hundrað og sjötíu
sálmum án þess er varhugavert og hefir sjálfsagt orð-
ið höfundinum óvart. Auðvitað er guð nefndur frels-
arinn á sumum stöðum, en helzt í þeim skilningi, sem
gamla testamentið talar um hann sem frelsisins guð.
Engum kemur til hugar að gjöra þá kröfu til kristins
skálds, sem yrkir út af gamla testamentinu, að hann
láti ekki aðrar hugsanir trúarinnar komast þar að en
þær, sem þá voru kunnar, heldur einmitt gagnstæða
kröfu. En síra Valdimar hefir hugsað of mikið um að
láta frumhöfunda sálmanna að eins tala og fara ekki
út fyrir hinn trúarlega sjóndeildarhring þeirra, þótt
hann gjöri það stundum ósjálfrátt, eins og þegar hefir
verið bent á. Og það held eg dragi úr gildi þessa
sálmasafns, sem að öðru leyti hefir mjög mikið til síns
ágætis og er leyst af hendi með vanalegri snild höf-
undarins, að því er búninginn snertir.
þegar eg var búinn að athuga Messíasar-sálmana,
leit eg fyrst eftir hinum svo nefndu iðrunarsálmum.
Eitt hið allra eftirtektaverðasta í Davíðs sálmum eru
hin brennheitu iðrunar-andvörp. Hvergi í öllum bók-
mentum heimsins kemur fram annar eins sársauki út
af syndinni. Með þessa sálma hefir skáldinu tekist
vel, — jafnvel enn þá betur en eg átti von á. Sjö af