Aldamót - 01.01.1899, Blaðsíða 131
rímlistin á hæsta stigi og búningurinn glæsilegur, en
naumast get eg hugsaö mér hann sunginn í kirkju.
Tuttugasti og annar sálmurinn er meö sama lagi
og hinn dýrðlegi gamli sálmur: ,,Heyr mín hljóð. “
Var það heppilegt, því sá sálmur er eitt hið allra
átakanlegasta neyðaróp, sem stigið hefir fram fyrir
drottin frá íslenzkum hjörtum. Og þessi sálmur
Davíðs sú þyngsta angistar-stuna, sem komið hefir
yfir mannlegar varir. það eru fyrstu orðin úr honum,
sem koma fram á varir frelsarans á krossinum, þegar
sólin myrkvaðist og hann fann sig yfirgefinn af öllum,
jafnvel sínum himneska föður. þetta er líka einn af
fegurstu sálmunum í safninu, þótt hann naumast nái
hinum djúpu angistar-tónuin frumsálmsins.
Heyrir þú, herra, nú?
Heitt eg bið:
Kom þú fljótt, kom þú skjótt,
kom með grið.
Hrært ei get eg legg né lið,
loðir tungan góminn við.
Gef mér aftur fró og frið,
fró og frið.
En miklu hefði þessi sálmur komið meir við hjartað,
ef frelsarans, líðandi á krossinum, hefði hér verið
minst. Tuttugasti og þriðji sálmurinn er eins og allir
muna einn hinn yndislegasti af öllum Davíðs sálmum.
En þar á maður von á. meira en því, sem maður fær
hjá síra Valdimar. Maður leitar þar ósjálfrátt að Jesú
frá Nazaret, hinum góða hirði. það er hægt að
segja um hann eins og æði-marga aðra af sálmum
þessum : Hann er laglegur, en hefir ekkert sérstakt
til síns ágætis um fram kjarnyrði frumsálmsins. Aftur
er fertugasti og annar sálmurinn gull-fallegur, þótt
hann sökum efnisins aldrei verði sunginn í kirkjunni.
En það er inndæll sjúklings-sálmur, talaður út úr
hjarta þess manns, sem bundinn er við sjúkdómsbeð-
inn og langar í hús drottins, eins og frumsálmurinn.