Aldamót - 01.01.1899, Qupperneq 82
82
sitt. Síöan luktust dyrnar og engin ummerki sáust.
Maðurinn í eikinni — hann hét Alí — varð alveg for-
viöa. Hann vissi fyrst ekkert, hvaö hann ætti til
bragðs að taka, en afréð þó að bíða grafkyrr um stund
þar sem hann var. Aður en langt leið komu ræningj-
arnir út úr hellinum. Og er þeir voru allir úti, kall-
aði foringinn : ,,Sesam, sesam, lokist þú!“ Síðan
stigu þeir á hestbak og riðu í loftinu burt. — En er
þeir voru íúmlega komnir úr augsýn, þá sté Alí niður
úr leynistað sínum og bjóst til að freista hamingj-
unnar. Hann gengur að berginu, þar sem hann áður
hafði séð dyr myndast, og kallar : ,, Sesam, sesam,
opnist þú!“ Og sjá, dyrnar opnuðust eins og fyrr.
Maðurinn gengur inn í stóran sal, og var út um hann
allan dreift ógrynni af allskonar dýrgripum, silfri og
gulli. þvílfk dæmalaus auðlegð, sem þar var inni!
— Eg segi ekki meira af ævintýri þessu — nema að
eins það, að maðurinn fátæki varð upp úr þessu stór-
auðugur og óskabarn hamingjunnar. Hann gat alt af
sótt alt, sem hann þurfti, í þessa afar ríku fjárhirslu,
því hann hafði komist yfir lykilinn, hinn leyndardóms-
fulla lykil, sem þurfti til þess að ljuka henni upp.
Og hann fór vel með hinn nýja auð sinn, notaði hann
eigi síður öðrum en sjálfum sér til góðs. En í annan
stað hafði hann augsýnilega orðið fyrir þessari hain-
ingju — til endurgjalds frá guðlegri forsjón—fyrir það,
hve vel og samviskusamlega hann hafði farið að ráði
sínu meðan hann var fátækur. Og út af fundi hans
hættu ræningjarnir innan skamms að ráða yfir fjár-
hirslunni og mistu lífið á vesalmannlegasta hátt.
Kirkjan, hin kaþólska páfakirkja á miðöldunum,
varð æ meir og meir eins og þetta geymsluhús í hamr-