Aldamót - 01.01.1899, Blaðsíða 122
122
gætt, er þessi tímarits-hugmynd ekki vel til þess fallin.
Islenzk alþýSa mundi lítiö hafa aö gjöra meöþýSingar
af flestum þeim ritgjöröum, sem birtast í útlendum
tímaritum. Lesendur því nær allra slíkra tímarita er
fólk á miklu hærra mentunarstigi en íslenzkur almúgi,
sem eingöngu má heita að sé bændur og sjómenn.
Utlendu tímaritin eru öll, með sárfáum undantekn-
ingum, fyrir hámentað fólk, skólagengiö fólk, bæði
karla og konur. Ritgjöröirnar, sem þau hafa með-
ferðis, mundu því fæstar verða íslenzkri alþýðu að
miklu gagni. þaö þarf aö rita um almenn efni frá
íslenzku sjónarmiöi, eða réttara sagt: sá, sem ritar,
verður aö hafa íslenzka lesendur í huga, ef þaö á að
koma aö miklu gagni. Ef engir Islendingar eru til að
rita um almenn áhugamál frá eigin brjósti, ættum vér
helzt að hætta að hugsa um nokkrar sjálfstæðar ís-
lenzkar bókmentir. það er þá vottur þess, að ekkert
sjálfstætt andlegt líf er til á meðal vor. Bókmenta-
félagiö hefir frá upphafi álitið það ætlunarverk sitt að
hlynna sem bezt aö íslenzkum bókmentum með því
aö gefa út frumsamdar íslenzkar bækur, en ekki þýð-
ingar. Ef það færi nú aðallega að gefa út þýddar
bækur, yfirgæfi það um leið algjörlega sína upphaflegu
hugmynd og ætti þá ekki lengur skilið að vera til.
Svo er annaö, sem kom svo greinilega í ljós við
umræðurnar um tímaritið, aö það eru svo sem engir,
er hafa nokkurt veður af, hvernig slíkt tímarit þarf að
vera, svo það nái tilgangi sínum. Hvert eitt einasta
tímarit, sem er að nokkru gagni, verður að hafa ein-
hverja ákveðna stefnu, —— einhverja göfuga hugmynd,
sem lesendurnir verða varir við, eins og rauðan þráð,
er gengur í gegnum alt. Tímarit, þar sem þessa verð-
ur ekki vart, eru dauð og gagnslaus tímarit. Vér ætt-
um að vera búnir að fá nóg af þeim. Tímarit Bók-
mentafélagsins er gott dæmi. þar er engin hugmynd
á bak við. það er nú orðið tvítugt, og það er víst
teljandi gagnið, sem að því hefir orðið. það væri
fróðlegt að vita, í hverju það hefir knúð þjóð vora