Aldamót - 01.01.1899, Blaðsíða 66
66
ófullkomleikinn komist að. Tveir flokkar manna hafa
slegið sér saman um þessa kenning. I öðrum flokn-
um eru þeir, sem láta sér einkar ant um að sýna hinar
ímynduðu missagnir og yfirsjónir ritningarinnar; en í
hinum floknum menn, sem í einlægni hafa viljað
verja guðs orð og haldið hafa fast við aðalkenninguna
um biblíuna, sem slaka þetta til til þess að samríma
kenninguna um innblástur biblíunnar við möguleikann
á einhverju ófullkomnu í frásögum hennar.
Augsýnilega hefir þessi kenning líka upptök sín
hjá kennimönnum Gyðinga, sem skifta gamla testa-
mentinu í þrjá flokka með mismunandi innblæstri:
lögmál, spádóma og helgirit (hagiographa). Lög-
málið átti að vera skrifað orðrétt af guði, spámenn-
irnir nutu spásagnar-anda, en höfundar helgiritanna
fengu opinberanir sínar fyrir draumvitranir og undur.
—Ef þessi skoðun á innblæstri ritningarinnar er sönn,
J?á er mestur hluti biblíunnar alls ekki guðs orð. þeg-
ar lærisveinn í skóla er látinn semja ritgerð með leið-
beining kennarans og þeim hjálparmeðulum, sem
venjulega eru viðhöfð, og svo er ritgerðin yfirfarin af
kennaranum og það numið burt, sem er rangt, þá er
ritgerðin samt smíðisgripur lærisveinsins, en ekki
kennarans. Eins verður ekki sagt, að ritningin sé
guðs orð, eftir þessari kenning. Ein bók getur verið
sönn og góð og þýðingarmikil og þó ekki verið guð-
leg bók.
4. Kenningin um náttúrlegan innblástur.—þessi
kenning viðurkennir, oft með fögrum og glymjandi
orðum, að öll biblían sé innblásin, og gerir að því leyti
engan greinarmun á bókum hennar. það er ekki
fyrirlesturs-kenning eins og hin fyrsta, né kenning um