Aldamót - 01.01.1899, Síða 99
99
guöi horfinn fellur fylki
fram á ljótu töfra þingi;
hraustir limir, klæddir kufli,
konungs hafa varpaö skrúða,
flatur engist, felmtri sleginn,
flekkar moldu lokka prúöa.
Rýkur upp af grimmum glæðum,
galdrar taka brátt að verka,
sýöur í gólfi, sjóli finnur
sér við nasir brælu sterka.
Rís úr jöröu reginmökkur,
rofnar þá og leysist sundur,
verður nábleik vofa, svipur,
vex og skýrist,—firn og undur !
Gín að baki galdrakindar,
gat hún hvergi slíku valdið,
felmtruð starir seljan sörfa
sjálf og skekur höfuð aldið.
Svikin kvaðst í sinni kyngi,
,,Samúel !“ hún náföl hljóðar ;
,,hér er annað afl á seiði,
ógnar-fylgjur jörmun-fróðar. “
það er hann, þig fýsti finna,
fylkir, sjáðu, skikkjufaldinn,
horfir þar með hel í augum
heldur ófrýn kempan aldin.
,,þekki’ eg helga heiftarsvipinn“,
hugsar Sál af skelfing blauður,
,,hræðilegur hann var áður,
hundrað sinnum verri dauður. ‘ ‘