Aldamót - 01.01.1899, Blaðsíða 31
an mælikvaröa á líf vort, en mælum það ekki meö
mælikvörðum eöa vegum þaö á metum, tilbúnum eða
lögmörkuðum eftir því, sem hinum og þessum sýnist
eiga bezt við sig. Hið sanna mál á lífinu er drottins
eigið mál. pegar málið hans verður lagt á líf vört,
finnum vér að vísu til. Vér kennum sársauka, sem
oss var óþektur áður — sársaukans yfir lágu lífi og
manninum ósœmilegu ; en hins vegar finnum vér til
gleði, sem vér fundum ekki áður til — gleðinnar yfir
mensku, manngildu lífi. Vér þekkjum þar vort eigið
líf eins og móðirin barnið sitt, sem hún hafði týnt.
Vér sjáum þá og finnum til þess, að hjá oss hefir orðið
lífsfall. Lífið hefir lœkkað, sokkiS langt niður fyrir
sitt mál, og þarf að stíga.
Hvað er þá vort eigið líf — ekki að eins daprir
drættir þess, óljós fyrirmörk, er vekja veikar vonir,
heldur sannlífiS, lífið eins og það samsvarar hugsjón
guðs á mannlífinu og fyllir algerlega út hugsjónina ?
það sjáum vér hjá einum manni, — allsendis einum —
í fullkomnun þess, á algervisstigi þess hér á jörðinni,
— hjá Jcsií Kristi, mannsins syni.
Lífið hans er guðs eigið lögmarkaða mál, sem líf
vort á að leggjast við. ])etta mál byggist ekki á
gjörræði.eins og viðskiftamálin á meðal vor mannanna.
Mætir oss því ekki með ytra valdboði ; en ber vitni
um sjálft sig fyrir dýpstu lífsþörf vorri og lífsvitund,
og færir rök fyrir sjálfu sér sem sannlíf og sannmál.
Lífsstrengurinn hjá oss, sem minst hefir verið á, verð-
ur snortinn og lætur til sín heyra ,, mannsröddina ‘ ‘ í
manninum, og hljómur hans hittir hér einmitt lífs-
samhljóminn sinti. Vér finnum til þess sjálfir, að hér
birtist líf, sem er vort líf, vort sannlíf það hrífur oss