Aldamót - 01.01.1899, Side 37
Í7
Stór orö ? Vafalaust ! En ekki tóm ; því ,,gull“
er á bak viö þau. Enda á enginn stœrri lífssjóff, betri
lífsftílgu, árciffanlegri lífsinnstœffu en sá, er sagt get-
ur þetta meö sanni, af því hann A þaö.
Jesús Kristur stendur manninum í ábyrgð íyrir
þvf, að hann geti sagt þetta. Hann er ,,gullið“.
Hami ábyrgist manninum það, að hann lifi og týni
ekki lífi sínu, en alt verði honum í baráttu lífsins til
heilla. Hann hefir ábyrgst svo mörgum það, og
enginn þeirra hefir sagt : ,,Ábyrgð hans brást mér“.
Hann getur ábyrgst oss öllum hiö sama ; því aldrei er
þurö í ábyrgðarsjóði hans,—ef vér að eins viljum
taka lífsábyrgð hjá honum. Og hann býffst til aff á-
byrgjast oss öllutn líf vort.
Jesús sagði einu sinni: ,,Minn tnatur er að gera
vilja þess, sem mig sendi, og leysa af hendi hans
verk“ (Jóh. 4, 34). ,,Minn matur“, segir hann. Svo
vænt þótti honum um að leysa af hendi verkið, sem
faðirinn hafði fengið honum í hendur ! — Rétt áður
en hann talaði þessi orö hafði hann veriö að bjarga
aumingja konu, sem enga ábyrgð hafði þótst hafa á
lífinu, en fleygt því burt og fleygt sjálfri sér burt. En
ásamt meö konunni stóöu frammi fyrir honum hugsjá-
lega allir mennirnir, bæði þeir, sem enga ábyrgö
þykjast hafa á lífi sínu og fleygja því frá sér og fleygja
sjálfum sér burt, og eins hinir, sem finna, aö þeir hafa
einhverja ábyrgð á sér og lífinu og eru því að leitast
viö að bjarga því. Hans hlutverk er nú að bjarga
þeim og ábyrgjast þeim líf þeirra. ])aö segir hann aö
sé smn matur. Hann veit, að þá alla þyrstir, þótt í
lífinu villist þeir á ,,vatninu“, eins og átti sér stað
með konuna. En hann, sem ábyrgjast vill þeim lífið,