Aldamót - 01.01.1899, Síða 48
48
svo engum gat dulist, að þeir menn störfuðu með
guðs krafti og heilagur andi var í verki með ]?eim.
Um nokkur hundruð ár hafði spámannalaust ver-
ið í Israel og engin viðbót veitst við hina guðlegu op-
inberun. Jesús kendi, að ný spádóms-öld væri vænt-
anleg og þegar byrjuð. Pétur postuli segir á hvíta-
sunnu eftir að hafa meðtekið heilagan anda, að nú sé
það fyrirheiti uppfylt, sem heitið hafi spádómsanda og
guðlegum innblæstri á ný. Gyðingar viðurkendu spá-
mannaleysi sitt; það var eitt þeirra mesta sorgarefni,
að nú hefðu um margar aldir engar spámannsraddir
heyrst. Af öllum þeim undrum, sem fyrir komu á
hvítasunnu, vakti ekkert eftirtekt Gyðinga meir en
það, að nú væri að hefjast hið nýja tímabil spá-
dóma og guðlegs innblásturs. Að spádómsgáfan, inn-
blásturinn, væri önnur og meiri gáfa en hinar venju-
legu náðargjafir trúaðra, þurfti engra sannana við að
því, er Gyðinga snerti; og að sú gáfa hafi verið veitt
að eins um stundarsakir og í sérstökum tilgangi j?arf
ekki heldur að sanna fyrir oss. Að postularnir væru
spámenn guðs þurfti ekki sannana við fyrir þá, sem
annars viðurkendu Krist sem Messías og postulana
sem umboðsmenn hans.
Samt er hægt að benda á dæmi, sem sýna, hverj-
um augum postularnir litu á rit hver annars, hvernig
t. d. Pétur postuli vitnar til þess, ,,sem meðbróðir
vor Páll hefir ritað eftir þeirri speki, sem honum var
gefin“ (2. Pét. 3, 15). Og um það, sem Páll hefir
ritað, segir Pétur meðal annars, að því sé af staðfestu-
lausum mönnum rangsnúið ,, cins og öffru í ritning-
unum. “ Pétur telur því rit Páls samskonar eðlis og
hinar aðrar ritningar, sem vafalaust heimfærist upp á