Aldamót - 01.01.1899, Blaðsíða 30
3o
ismaöur þjóðsómans vegna, lét sér standa á sama sóma
síns vegna, þótt hann sjálfur væri siðferðislega hinn
argasti ,,margmelmismaöur“.
Eg hefi beint huganum aö lífinu, sem oss á ckki
aö þykja vænt um. Eg hefi sömuleiðis mint á, að vér
finnum sjálfir til þess, aö þetta líf, sem á þennan hátt
er lifað, fullnægir oss ekki, fullnægir ekki lífsþörf vorri.
Oss er ekki unt aö kalla það hið sanna líf vort. A
hinum björtu stundum vorum, þegar vér erum með
sjalfum oss, verðum vér varir við það, að það er ann-
arlegt líf, en ekki vort eigið sannlíf Vér erum ekki
ánægðir með það. Oss getur ekki þótt vænt um það.
Oss líður í rauninni ekki vel. Eigum ekki góða daga,
hvernig sem vér skemtum oss eba njótum lífsins, hvað
ríkir sem vér erum, hvað upplýstir og mentaðir, gáí-
aðir og skynsamir og ,, stórorðir ‘ ‘. þegar vér erum á-
nægðir, þá erum vér það þó ekki—með góðri samvisku.
Glaðværðin vill verða að kátínu, galsa, gapaskap.
það situr eitthvað fyrir brjóstinu og svíður. það bær-
ist strengur í djúpi hjartans, sem aldrei verður sam-
stiltur við þetta líf. Hann titrar einn sér — alveg
einn sér—: og kveður átakanlega ósamhljóða öllum
hljómum hins tóma lífs. þráin, hungrið, bænin,
hrópið, gráturinn eftir að fá að lifa skelfur á strengn-
um. það er að heyra eins og vein í barni, sem borið
hefir verið út og er í snjónum að leita að brjóstunum
á henni móður sinni. Strengurinn þagnar ekki, en
minnir manninn á að lifa, — þagnar þá fyrst, er mað-
urinn heggur hann sundur ; en þá hefir maðurinn myrt
hið bezta hjá sjálfum sér, höggið á þráðinn, sem
tengir hann við lífið sjálft — sjálfs hans líf.
Til þessa finnum vér bezt þá,er vér leggjum sann-